Þessi dásamlegi grautur er fullkominn sem morgunmatur, hollur eftirréttur eða millimál. Þú útbýrð hann kvöldinu áður og skellir krukkunni í veskið ef þig vantar eitthvað gómsætt til að borða milli mála í vinnunni. Þótt þú fílir ekki chiafræ muntu elska þennan graut. Hann er ekki bragðlaus og slímugur eins og margar aðrar gerðir. Grauturinn er stútfullur af góðum ab-gerlum fyrir meltinguna, andoxunarefnum í berjunum og chiafræin innihalda holla fitu, prótein, steinefni og eru mjög saðsöm.
Prófaðu!
2-3 msk. chiafræ (eftir því hvað þú vilt hafa hann þykkan)
100 ml ab-mjólk
100 ml kókosmjólk úr fernu
3 dropar vanillustevía
10 bláber – þú getur notað mangó, jarðarber, banana eða hindber.
Allt sett í krukku og hrist duglega! Geymt í ísskáp í lágmark 1 klst. Ég geri þetta yfirleitt á kvöldin og borða í morgunmat eða tek með mér í út í daginn. Algjört dúndur!