Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Brynja Þorgeirsdóttir ráðin menningarritstjóri Kastljóss

$
0
0

Brynja Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin menningarritstjóri Kastljóss sem hefst aftur mánudaginn 31. ágúst. þetta kemur fram í frétt RÚV í dag 19. ágúst 2015. þar segir ennfremur:

„Brynja hefur fimmtán ára reynslu sem frétta- og dagskrárgerðarmaður, meðal annars á fréttastofu RÚV og í Kastljósi, auk þess sem hún er einn höfunda verðlaunaþáttarins Orðbragðs. Þá hefur hún ritstýrt menningarþættinum Djöflaeyjunni en kraftar þess þáttar og dagskrárgerðarfólk mun renna inn í menningarhluta Kastljóss. Til viðbótar bætast við fleiri nýir þáttagerðarmenn og álitsgjafar um menningu og listir. Einnig verður boðið upp á vikulega samantekt menningarefnis á sunnudögum.

Auk Þóru Arnórsdóttur sem ritstýrir Kastljósi og Brynju Þorgeirsdóttur verða fastir umsjónarmenn Kastljóss þau Helgi Seljan, Helga Arnardóttir og Baldvin Þór Bergsson. Þá mun samstarf Kastljóss og Fréttastofunnar enn aukast og þrautreyndir fréttamenn koma að dagskrárgerð í þættinum.

Brynja hefur hlotið Edduverðlaunin sem sjónvarpsmaður ársins og einnig hafa Orðbragð og Djöflaeyjan hlotið Edduna.“

Kvennablaðið óskar Brynju innilega til hamingju með nýja starfið!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283