Dóttir mín fær vægt tryllingskast þegar hún fær þennan ís. Hann er hollur og góður og kælir niður aumt tannhold í tanntöku. Sjálf er èg í sykurbindindi og hata ekkert að henda í mig einu stykki.
100 g kasjúhnetur. Lagðar í bleyti í 4 tíma eða meira.
1 dl frosinn banani
4 dl frosin bláber, jarðarber eða mangó
2 dl kókosmjólk
1/2 dl eplamauk
1/2 dl kókosolía
Setjið hneturnar, eplamaukið og fljótandi olíuna í matvinnsluvél og blandið þar til kekkjalaust og mjúkt. Bætið afgangnum af innihaldinu út í og maukið. Hellið í pinnaform eða sílíkonmúffuform og frystið yfir nótt. Gùffið og gleðjist!