Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Soðið, sultað, prjónað, steikt á Árbæjarsafni

$
0
0

Það verður heldur betur líf og fjör á Árbæjarsafni sunnudaginn 30. ágúst á milli 13:00-16:00 þegar starfsfólk safnsins sinnir hefðbundnum haustverkum eins og að sjóða og sulta, prjóna og steikja og ótal margt annað. Á svæðinu verður jafnframt hægt að fylgjast með eldsmiði að störfum.

jarnsm

Dagskráin hefst kl. 13:00 en þá verður einnig hægt að fá leiðsögn um safnið. Klukkan 14:00 verður guðsþjónusta í Árbæjarsafnskirkju og í kjölfarið kl. 15:00 verður boðið upp á tónleika með Huga Jónssyni baritón og Kára Allonssyni orgelleikara. Þeir munu flytja sálma og þjóðlög í litlu kirkjunni á Árbæjarsafni.

Hugi og félagi

Það kostar ekkert aukalega inn á þessa viðburði safnsins.

Dillons kaffihús verður að sjálfsögðu opið með nýlagað kaffi og heimbakað góðgæti.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283