Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hvar er þjóðkirkjan?

$
0
0

Mér finnst mjög merkilegt – og fallegt – hversu sterk og jákvæð viðbrögð Íslendinga hafa orðið síðustu daga vegna hinnar miklu neyðar sem ríkir meðal þeirra sem hrekjast á flótta undan átökunum í Sýrlandi.

Aðstæður þeirra eru hörmulegri en orð fá lýst.

Almenningur, samtök, og þingmenn úr öllum flokkum, hafa látið rödd sína heyrast. – Og vegna þessa þrýstings er nú ríkisstjórnin að breyta afstöðu sinni.

En það þarf stuðning allra sem vilja sýna mannúð og mannkærleika til að tryggja að hún fari alla leið. – Mér finnst sárlega vanta eina rödd. Hvar er þjóðkirkjan? Hefur hún virkilega ekki skoðun á málinu?

Nú vil ég sjá Agnesi biskup stíga fast til jarðar og tala skýrt.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283