Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

„Hún heitir Ghayda“

$
0
0

Anna Dalmay er ungversk ólst upp á Íslandi. Anna er í Ungverjalandi um þessar mundir og starfar með sjálfboðaliðum sem liðsinna flóttafólki þar. Anna hyggst safna fjármunum á Íslandi til að geta betur aðstoðað fólk á flótta og munum við flytja ykkur fréttir af þeirri söfnun og því hvernig hægt er að leggja störfum hennar lið. Hér er frásögn Önnu frá 3. september.

Þessa stelpu hitti ég fyrir utan aðal lestarstöðina í Búdapest. Hún heitir Ghayda og er sýrlensk. Fjölskylda hennar hefur meðal annars gengið þúsundir kílómetra, sofið undir berum himni vikum saman og skriðið yfir gaddavíraða girðingu við landamæri ungverjalands. Það voru hundruðir barna eins og Ghayda á torginu. Ég sest hjá þessari fjölskyldu meðan ég bíð eftir lestinni minni, lestinni sem bara útvaldir fá að nota.

11950374_10206924943138601_5471300152585780273_o

Mamma Ghaydu kemur með nokkra banana sem sjálfboðaliðar gáfu henni. Hún réttir börnum sínum en næst lítur hún á mig og réttir mér einn, ég afþakka. Margir sjálfboðaliðar labba um og gefa mat, föt, bleyjur og leikföng. Tvær konur koma til okkar og láta pabbann fá bleyjupakka. Nokkrum metrum frá okkur hafa tveir ungverjar komið sér fyrir og æpa á konurnar „Af hverju hjálpar þú ekki frekar ungverjum“ „Það ætti að henda þessum öpum í gasklefann“ „Hvers konar ungverji ert þú?“ ofl. Ein þeirra þykist ekki heyra í þeim en hin ætlar að segja eitthvað á móti en hættir við, hún áttar sig kannski á því að það þýðir ekki að eyða orku í svona fólk, þær halda frekar áfram að deila bleyjum. Þegar styttist í brottför, kveð ég fjölskylduna, en áður en ég labba í burtu bendir Ghayda á símann minn, hún vill fá eina mynd af okkur saman.

11947639_10206924938618488_5120198458077377879_n

Ég lít yfir mannfjöldann, hundruðir lögreglumanna gæta inngangana, þeir hafa staðið þar tímum saman. Sýrlenskur strákur labbar til þeirra og réttir þeim vatnsflösku. Hvert sem ég horfi sé ég eitthvað hjartnæmt gerast, eitthvað sem tölur og línurit sýna ekki. Þetta eru börn, foreldrar, systur, bræður, ömmur og afar. Börnin teikna, leika sér og hlæja alveg eins og börn annars staðar, því börn eru börn.

Ég átta mig á því að ég hef ekki tíma til að svipast um lengur, lestin fer innan skamms. En hvernig kemst ég gegnum fjöldann? Ég byrja að labba í áttina að hurðinni með hnút í maganum, leiðin þangað er endalaus, ég reyni að halda aftur af tárunum en það er nánast ómögulegt. Börnin liggja á jörðinni, sumir heppnir og fengu uppblásna dýnu, móðir svæfir ungabarn, faðir hjálpar dóttur sinni að ydda tréliti, ungir karlmenn tala saman. Fólk sér að ég vil komast að hurðinni og færa sig kurteisislega og brosa til mín. Ég hugsa mikið um þessi bros, eftir allt sem þau hafa gengið í gegnum finna þau leið til að brosa. Kannski er þetta eini möguleikinn eftir til að sýna mennsku sína. Þeirra bros er vottur um að þau hafi náð að halda mennsku sinni við ómannlegustu aðstæður! Ég reyni að brosa til baka en varirnar byrja að skjálfa. Mér er hleypt inn, einungis vegna þess að ég fæddist í öðru landi en þau, þar sem er ekki stríð, þar sem ég þarf ekki að flýja.

11986336_10206924945698665_1804564723778306622_n

Inn í lestarstöðinni er nánast engin, greinilegt að fáir ferðast á þessum tíma, eða er fólk hrætt við að vondu flóttamennirnir munu lemja þá og áreita eins og er ungversku fjölmiðlar segja?! Það er ekki það sem hræðir mig. Heldur fólk eins og strákarnir sem kölluðu á sjálfboðaliðana, fólk sem hrækir á sofandi börn, fólk sem vilja að aðrir kveljist, ég er hrædd að þetta er framtíðin í landinu sem ég fæddist í, framtíð sem elur á hatri, mismunun og grimmd, framtíð lands sem ég skammast mín fyrir að tilheyra. Sumir segja að alhæfingar byggjast á einhverskonar grunni. En ekki segja mér að bara því ég fæddist í þessu landi þá er ég sammála því hvernig þau koma fram við fólk. Sá sem alhæfir er um leið að flokka sjálfan sig í hóp sem hann valdi ekki að tilheyra.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283