Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Komið fram við fólk eins og skepnur: Flóttamannabúðirnar í Röszke

$
0
0

Aðfararnótt 10. september sl. fór Michaela Spritzendorfer-Ehrenhauser sem er eiginkona austurrísks stjórnmálamanns ásamt Klaus Kufner og Ilse Lahofer með hjálpargögn til flóttamannabúðanna Röszke á landamærum Ungverjalands og Serbíu sem hafa verið við lýði í þrjú ár. Hún kom aftur með skelfilegar ljósmyndir og myndaupptökur.

Upplifanir þeirra ná yfir ljósmyndarann sem brá fæti fyrir flóttamanninn með barn í fangi og piparúða- árásir lögreglunnar til þessarar upptöku úr flóttamannabúðunum. Fólkið sem komist hefur inn í skálann býr við forréttindi sé miðað við hina sem sofa verða í tjöldum eða undir berum himni.

 

Girl_climbs_on_fen_3436204b

Ljósmynd Michaela Spritzendorfer-Ehrenhauser

Konurnar setja börn sín á girðinguna í þeirri von að maturinn verði réttur þeim beint eða híma á skítugum mottum og bíða þess að einhver komi með skammtinn þeirra. Flóttamannabúðirnar eru þriggja ára en frá byrjun júlí þessa árs hefur flóttamannastraumurinn aukist gífurlega – á þremur mánuðum hefur augsýnilega ekki verið hægt að skipuleggja matarúthlutun á mannsæmandi hátt.

Hér sjást ungverskir lögreglumenn með sóttvarnagrímu fyrir munni annast matvæladreifingu með því að kasta litlum plastpokum sem innihalda vatnsflosku og samloku til mannfjöldans, sennilega eru þetta 300 manns.


Engin læknisþjónusta er veitt, tveir sjúkraliðar ungverska Rauða Krossins sitja og bíða eftir neyðartilfellum í tómu herbergi á fyrstu hæð. Þeir mega ekki gefa neinar upplýsingar um ástandið í búðunum. Upplýsa þó að í neyðartilfellum megi hringja á sjúkrabíl. Í sjúkrastofunni stendur aðeins lítið kringlótt borð og við það þrír stólar og á þeim teppi. Á skrifborði liggja plástrar, tvær rúllur af eldhúspappír og ein hlustunarípa. Upp við vegginn er ein og hálf pakkning af klósettpappír og nokkrir bleyjupakkar.

Migrants_fed_like__3436206b

Ljósmynd Michaela Spritzendorfer-Ehrenhauser

Eiinn og einn úr hópnum reynir að ná sambandi og heldur á lofti fyrir framan kameruna, passa eða skiltum með símanúmerum og nöfnum fólks sem er saknað (Faðir leitar að syni sem lögreglan tók með sér) í þeirri von að heimurinn líti ekki undan en hjálpi þeim.

Matnum er hent í flóttafólk

Matnum er hent í flóttafólk ljósmynd Michaela Spritzendorfer-Ehrenhauser

Myndband Michaela Spritzendorfer-Ehrenhauser.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283