Yfir 90% landsmanna vilja enn að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Þetta kemur skýrt fram í skoðanakönnun sem Capcent Gallup gerði fyrir Pírata rétt fyrir þingsetningu. Heilbrigðismál eru í afgerandi forgangi hjá landsmönnum óháð aldri, menntun, efnahag, búsetu, kyni og hvaða flokk fólk kýs.
Þrátt fyrir mikinn niðurskruð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vaktaálag í gegnum kreppuna þá hélt heilbrigðistarfsfólkið okkar öllum þáttum heilbrigðisþjónustunnar grænum samkvæmt alþjóðlegum þjónustustuðlinum „Euro Health Consumer Index 2013“ sem landlæknir styðst við samkvæmt lögum og reglum.
Heilbrigðisstarfsfólkið okkar er réttilega langþreytti eins og fyrsta læknaverkfall íslandssögunnar í vetur sýnir. Landlæknir áréttaði fyrir stjórnvöldum á árinu að lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna væri ekki langtímalausn, og benti á að aðrar leiðir væru færar til að koma í veg fyrir verkföllinn. Nauðsynlegur þáttur langtímalausnar er að Alþingi fari að vilja 90% landsmanna og forgangsraði fjármunum með afgerandi hætti í fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu.