Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Lýðháskólar verði viðurkenndur valkostur í menntun

$
0
0

Björt framtíð vill að lýðháskólar verði viðurkenndur valkostur í menntun. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona BF hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að menntamálaráðherra hefji vinnu við gerð almennrar löggjafar um lýðháskóla á Íslandi.

Markmið löggjafarinnar verði að gera rekstrarum­hverfi lýðháskóla sambærilegt því sem er annars staðar á Norðurlöndum.

„Fjölbreytni er styrkur lýðháskólanna og þar gefst ungmennum kostur á fjölbreyttu námi með aðrar áherslur og önnur markmið en í hefðbundnum bók- eða verknámsskólum. Um yrði að ræða nánast hreina viðbót við íslenska skólaflóru” segir Brynhildur Pétursdóttir.

„Nú þegar er starfandi einn lýðháskóli hér á landi sem er LungA á Seyðisfirði. Þar hefur verið unnið frábært starf og við viljum tryggja að þessi skóli sem og aðrir búi við eðlilegt starfsumhverfi eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum.“

Á myndinni sem fylgir, má sjá þingflokk Bjartrar framtíðar ásamt Björt Sigfinnsdóttur skólastjóra LungA


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283