Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

SÚPER SÚKKULAÐITIPS!

$
0
0

Kvennablaðið skellti sér á Masterclass námskeið í gerð hráfæðissúkkulaðis hjá hráfæðisdívunni Kate Magic. Námskeiði var haldið í Gló Fákafeni þar sem margir sælkerar voru saman komnir til þess að læra réttu handtökin. Kate er frá Bretlandi, þriggja barna móðir, metsöluhöfundur og rekur stærstu heilsuvefversluna í Evrópu (www.rawliving.eu) og hafa umfjallanir og viðtöl við hana birst í öllum helstu miðlum heims. Má þar helst nefna The Guardian, Vogue, Cosmopolitan, Marie Claire og The Independant.

kate-magic_2587851b

Hér koma nokkur sérvalin súkkulaði ráð frá Kate:

Hrásúkkulaði er súkkulaði sem eldað er úr hreinu hráefni sem ekki er hitað yfir 42 gráður. Því er fitan sem er notuð í súkkulaðið brædd í vatnsbaði án þess að vatnið sé látið sjóða.

Gott súkkulaði er búið til með því að blanda saman sama hlutfalli af kakó, fitu og sætu. Td 100 gr kakó, 100 kr kakósmjör og 100 gr hunang. Svo má leika sér með hlutföllin til að fá ljósara súkkulaði, minna eða meira sætt og svo framveigis. Svo er um að gera að bæta við bragðefnum, hnetum, þurrkuðum ávöxtum eða því sem þér dettur í hug.

Fitan getur komið úr kókosolíu, kakósmjöri, tahini (sesamsmjör), hnetusmjöri ofl.

Sætan getur komið úr agave sírópi, hunangi, stevíu eða hverju sem þú vilt.

Besta hrákakóið kemur frá Ekvador og Balí! Lestu aftan á umbúðirnar áður en þú kaupir kakó til að vera viss um að þú sért að fá gæða vöru.

Súkkulaði er tilvalið til að blanda við súperfæðu eins og macaduft, hveitigrasduft eða spirulina. Ath! þú þarft ekki nema örlítið af þessu dufti í blönduna.

Kakósmjör er gott í bað og húðvörur.

Kakónibbur er kakóbaunir niðurbrotnar líkt og möndlur og eru seldar niður hakkaðar. Kakóduft er enn meira unnið og fitan skilin frà. Kakónibbur fást t.d í Bónus í heilsu línu Sollu.

Vatn má ekki komast í súkkulaði við bræðslu. Þá eyðileggst það.

Gott er að hræra súkkúlaðið (olíuna, kakóið og sætuna) með gaffli í 5 mín svo það verði silkimjúkt.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283