Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Allt að gerast í Tjarnarbíói!

$
0
0

tb2Í nóvember hefur allt verið iðandi af lífi í Tjarnarbíói. Leikritið Stóru börnin var frumsýnt, barnasýningin Horn á höfði var áfram á fjölunum, Unglist sýndi ýmsar hliðar á listsköpun ungs fólks og fjölmargir aðrir viðburðir voru haldnir.

Desember verður ekki síðri, t.d. sýnir Rebel Dance Studio afrakstur haustannarinnar, krakkarnir í Leynileikhúsinu sýna hvað þau hafa lært, jólaleikritið Nóttin var sú ágæt ein verður sýnt, ásamt einleiknum Aðventu. Hljómsveitin Johnny And The Rest treður upp, og Biggi, Sóley og Pétur Ben leiða saman hesta sína á tónleikum.

tb3Vert er að minnast á að á nýju ári tekur nýtt teymi við rekstri Tjarnarbíós. GUÐMUNDUR INGI ÞORVALDSSON hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri, ARNAR INGVARSSON verður tæknistjóri, og MARTIN L. SÖRENSEN hefur nýlega tekið við sem umsjónarmaður markaðsmála og miðasölu. Þá munu SIGURJÓN STARRI HAUKSSON og SÓLVEIG JOHNSON sjá um rekstur kaffihúss í Tjarnarbíó.

Kvennablaðið óskar þeim hjartanlega til hamingju með störfin – það verður spennandi að fylgjast með þeim og viðburðum í Tjarnarbíói!

tb5


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283