Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Því saga formæðra okkar er líka sagan okkar

$
0
0

Til fundar við formæður er verkefni tveggja sagnakvenna, Sigurborgar Kr. Hannesdóttur og Sigurbjargar Karlsdóttur, sem spratt upp úr þeirra eigin áhuga á sögum formæðra sinna.  Hvor á sinn hátt komust þær báðar að því hvað það var gefandi að kynnast sögum þessara kvenna og segja þær.  Og í gegnum þessar sögur kynntust þær sjálfum sér betur.

Þær fara nú af stað í þriðja sinn, nú í október.  Byrjað er á opinni sögustund og síðan hefst þriggja vikna námskeið fyrir konur sem vilja vinna með sögur eigin formæðra. 

Sögustundin um formæður, þar sem þær stöllur segja sögur af formæðrum, verður í Hannesarholti, sunnudaginn 18. október, kl. 16.   Sigurbjörg segir frá ömmu sinni og langömmu, sögur af baráttu kvenna sem sigruðust á efiðleikum með kjarki, dugnaði elju og vinnusemi.  Sigurborg segir frá móðurömmu sinni og nöfnu, verkakonu og einstæðri móður sem dó ung.  Inn í sögustundina flétta þær nokkrum sögulegum punktum og taka lagið, formæðrum til heiðurs.  Sögustundin er öllum opin, bæði konum og körlum.  Ekki þarf að skrá þátttöku, bara mæta.   

Í kjölfarið verður svo þriggja vikna námskeið, fyrir konur,  þar sem þátttakendur velja sér sögu einnar formóður til að vinna með, eða ákveðið þema úr lífi fleiri en einnar formóður. Nálgunin byggir á persónulegri sögu formóður, frekar en á ættfræði eða sagnfræði.

Á námskeiðinu skapa þátttakendur söguna og búa hana til frásagnar. Notaðar verða ýmsar aðferðir við að móta söguna og samhliða því veittur undirbúningur fyrir það að standa upp og segja sögu í hópi, með æfingum og leiðbeiningum um sagnalist. 

Nálgunin er sá persónulegi arfur sem við höfum öðlast í gegnum formæður okkar, frekar en sagnfræði eða ættfræði.  Það þarf að skrá sig fyrirfram á námskeiðið.  Námskeiðsdagar eru mánudagskvöldin 19. og 26. október og 2. nóvember, kl. 18.30 – 21.30.  Námskeiðið verður á Hallveigarstöðum. 

Verð inn á sögustundina er 2.000 krónur og á námskeiðið 28.000 og er þá sögustundin innifalin, ásamt tíma fyrir einstaklingsbundna leiðsögn. 

Upplýsingar og skráning á námskeiðið eru hjá Sigurborgu, sigurborg@ildi.is, sími 866 5527 og hjá Sigurbjörgu, sibbak@simnet.is, sími 694 2785.

Nánari upplýsingar hér og á Til fundar við formæður á Facebook

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283