Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Fórnarlömb „ástandsins“: Um stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum og burðardýr

$
0
0

Bryndís Björgvinsdóttir skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook og leyfði okkur að deila henni hér:

Bryndís Björgvinsdóttir

Bryndís Björgvinsdóttir

Um daginn sá ég myndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – The Situation Girls um „ástandstúlkurnar“. Í myndinni kom fram að stúlkunum var refsað meðal annars með „betrunarvist“ og einangrun af því að þær voru í raun minnstu og valdslausustu peðin í miklu stærra og flóknara „valdatafli“.

Í þessu valdatafli var flóknara að refsa karlmönnum af millistétt eða efri stétt, eða bandarísku eða bresku hermönnunum, mönnum með stöður og mönnum með hlutverk, en aumingjans konum sem höfðu ekkert sérstakt hlutverk í þessum pólitíska leik – annað en að vera peð feðraveldisins.

Þær voru settar í betrunarvist, en ekki mennirnir sem misnotuðu þær, mennirnir sem brugðust þeim, fólkið sem sveik þær. Fátækustu stúlkurnar með minnsta baklandið urðu verst úti.

Nú sjáum við það sama gerast þegar litið er til burðardýra í fíkniefnamálum. Við hendum peðunum í fangelsi til margra ára og neitum að líta á ofbeldið sem þau hafa orðið fyrir, alla þessa vanlíðan og ógæfu. Við refsum nú konu með barn, sem var neydd til þess að fara með fíkniefni á milli landa í stað þess að hugsa: hverjir eru að kaupa fíkniefnin?

Hverjir eru að senda þessa konu og dóttur hennar af stað? Hverjir eru að beita ofbeldinu? Svarið við því er sama svarið og í fyrrnefndri mynd: fólk (yfirleitt karlmenn) í milli- og efristétt sem ekki er hægt að ná til. Við fórnum fátækum peðum með lítið bakland á altarinu, svo einhverjir spaðagosar geti fengið sér kók í nefið – ekki heyrist múkk í þeim.

Fatta þeir ekki að það er raunverulegt fólk sem þarf að fara með shittið þeirra í gegnum flugvelli – mæður, feður, unglingar?

Hvarflar aldrei að þeim, að velta fyrir sér hver staða þeirra er? En hvað um það, þetta „stríð“ gegn fíkniefnum er stríð gegn peðunum! Og þetta stríð er jafn úrelt og mannanafnanefnd og „samviskufrelsi“ presta.

Við ættum að standa með þessari „ástandskonu“ því henni er verið að fórna akkúrat núna – og rústa lífinu hennar – vegna „ástandsins“ á okkur!“

Viðtal og umfjöllun Vísis um mál Mirjam Foekje van Twuijver.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283