Hildur Þorsteinsdóttir skrifar:
Í áratugi hafa hundar og kettir þurft að þola 4 vikna einangrun við þröngan kost í sóttkví á Íslandi. Því er borið við af yfirvöldum, að þetta sér nauðsynleg smitsjúkdómavörn.
Hundaræktarfélag Íslands, innlendir og erlendir sérfræðingar eru ósammála og færa rök fyrir þessari tímaskekkju. Auk þess samræmast aðstæður í sóttkví ekki XIII. kafla laga um velferð dýra um aðbúnað, umhverfi o.fl.
Allt þetta ferli er verulega íþyngjandi fyrir umráðamenn og dýr auk þess, sem það er mjög kostnaðarsamt.
Við erum rödd dýranna í þessu mikilvæga máli, verum rödd eigenda dýranna. Skorum á þingið að heimila frjálsa för hunda og katta á milli landa að uppfylltum mikilvægum heilsfarsskoðunarkröfum. Hættum að vera eftirbátar annarra þjóða í dýravernd, en aflagning sóttkvíar er hreinræktað velferðarmál fyrir besta vin okkar, sem og fleiri dýr.
Undirskriftarlistinn verður afhentur með viðhöfn á næstu dögum. Upphaf hans verður á Austurvelli þar sem forseta Alþingis verður afhentur listinn ásamt Helga Hjörvar í fylgd fjölmiðla.
Atburðurinn verður auglýstur síðar í þessari viku. Stay tuned!
Þakka að lokum öllum, sem sýnt hafi þessari barráttu skilning, fyrir dýrin okkar. Verum rödd þeirra.
Love and peace
Hildur Þorsteinsdóttir
Leggið dýrunum lið og skrifið undir áskorunina hér