Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

USA VERSLUNARTIPS: Sparaðu tugi þúsunda!

$
0
0

Ég tel niður dagana í árlega Bandaríkjaferð okkar vinkvennanna en miðana keyptum við fyrir hálfu ári og ég hef nagað neglurnar úr spenningi síðan. Kokteilar, dásamlegir veitingastaðir, háir hælar og hlátursköst. Yfirleitt förum við í nóvember og notum tækifærið og klárum jólainnkaupin. Maðurinn minn vinnur á við jólasvein í desember og því dásamlegt að vera búin að klára öll innkaup áður en hann hverfur á braut.

Desember fer þá í bakstur og gæðastundir með vinum og vandamönnum í stað sveittra búðarferða. Hafi maður tök á því að fara til Bandaríkjanna fyrir jólin og versla þar má gera dúndurgóð kaup og krónurnar hrökkva mun lengra þar í landi. Eftir að WOW air fór að fljúga til USA má gjarnan gera góð kaup á flugi til bæði Boston og Washington, D.C. fyrir undir 40 þúsund báðar leiðir með sköttum.

Við vinkonurnar deilum yfirleitt tvær til þrjár fjölskylduherbergi sem er nokkuð hagstætt.
Að öllu þessu sögðu ákvað ég að henda í pistil um hvernig megi gera bestu kaupin í Bandaríkjunum þar sem ég fæ reglulega mikið af fyrirspurnum þess efnis, sérstaklega þegar jólin nálgast.

Ég veit að þetta kann að hljóma eins og mikið vesen en það er það ekki í raun og veru auk þess sem ávinningurinn er tugir þúsunda. Ekki hafa áhyggjur af því að það sé kjánalegt að vera með afsláttarmiða – í Bandaríkjunum gera þetta allir. Það er kjánalegt að borga mun meira en þú þarft.

Afsláttakóðar og miðar

Um það bil tveimur vikum fyrir brottför er mikilvægt að skrá sig á póstlista þeirra verslana sem þú hyggst versla í. T.d. Gap, Old navy, Macy’s, Timberland, Carters, Target, Babyshop, Clinique o.fl. Reglulega senda verslanirnar afsláttartilboð í pósti tveimur sólarhringum fyrir brottför, þá prenta ég út nýjustu miðana og tek með mér og nota í verslununum úti. Retailmenot.com er líka mjög góð síða með afsláttarmiðum þar sem leita má eftir vöruflokkum eða nafni verslunar. Mismunandi kóðar eru til að prenta út og afhenda í verslunum eða nota á netinu. Þú getur valið „prentaða“ afslætti sérstaklega á síðunni.

Til að þetta fari ekki allt í hakk og þú standir eins og kjáni rótandi í töskunni þinni skaltu setja alla útprentuðu kóðana í möppu og raða þeim eftir stafrófsröð. Gott er að hafa yfirlit yfir hvaða verslanir þú ert með miða frá fremst í möppunni svo þú getir skannað hratt yfir hvort þú sért með afslátt í ákveðnum verslunum.

gap

Að panta á netinu

Margar verslanir senda „welcome“ afsláttarkóða til þín í tölvupósti þegar þú skráir þig á póstlista. Þessa kóða og kóðana af retailmenot.com getur þú notað þegar þú pantar á netinu. Margar verslanir eins og gap.com bjóða alltaf mun betri kjör á netinu heldur en í verslununum sjálfum. Gap er yfirleitt með 20–40% afslátt á netinu auk þess sem úrvalið er meira. Ef flíkin passar ekki getur þú skilað henni í næstu verslun. Athugaðu þó að sum hótel taka gjald fyrir að taka á móti póstsendingum. Á Target-síðunni getur þú pantað allt milli himins og jarðar. Ég mæli t.d. með aðhaldsbolunum og nærfötunum frá Maidenform.

Afsláttarbækur

Sumar verslunarmiðstöðvar bjóða upp á afsláttarbækur eins og t.d. Macy’s. Þú þarf að taka vegabréfið þitt með og sýna það á þjónustuborðinu til að fá bókina. Ég mæli þó með að vera líka með útprentaða afsláttarkóða því þetta eru yfirleitt ekki sömu afslættirnir og stundum getur þú notað fleiri en einn miða í sömu kaupunum. Þú getur flett því upp á heimasíðum verslunarmiðstöðvanna hvort þær bjóði upp á afsláttarbækur.

outlet

Outlet

Premium Outlets er uppáhalds outlettið mitt. Þetta er í raun lítið afsláttarþorp með öllum helstu búðunum auk veitingastaða (ath. í Boston outlettinu er aðeins selt léttvín á Rugby Tuesday). Þú getur séð á heimasíðu þeirra hvar outletin eru staðsett. Þau eru yfirleitt aðeins fyrir utan borgirnar og því þarftu að leigja þér bíl eða taka skutlu til að komast þangað en það er vel þess virði. Ég var frekar stressuð að keyra í Bandaríkjunum í fyrsta skipti en núna elska ég það!

Þarna eru dásamlegar verslanir á borð við Calvin Klein og Ralph Lauren. Ekki er óalgengt að sjá fólk með ferðatöskur á hjólum með sér til að geyma góssið í á meðan þú þræðir verslunirnar. Taktu vegabréfið þitt með þér og byrjaðu á að sækja afsláttarbók á þjónustuborðið þegar þú mætir. Gott er að vera búin að prenta út kort af outlettinu og merkja inn á þær verslanir sem þú ætlar í. Vertu vel skipulagður/-lögð þar sem tíminn hleypur frá manni þarna. Ekki klikka á að vera með vatnsflsöku og orkustykki með þér. Jess – þetta eru átök en gleðileg jól … hvað desember verður ljúfur!

Það er líka annað Premium Outlet í Merrimack sem ég fer alltaf í sem er aðeins klukkutíma keyrsla frá Boston. Það er í New Hampshire og þar er enginn söluskattur svo hægt er að spara enn meira. Mæli með að skrá sig í VIP klúbbinn hjá Premium Outlets því þá fær maður enn meiri afslátt.

Tollurinn

Þú mátt koma með til landsins tollfrjálsar verslunarvörur að verðmæti samtals allt að 88.000 kr,.  hvort sem um er að ræða einstakan hlut eða fleiri hluti. Tollfríðindi barna yngri en 12 ára eru helmingi lægri upphæð. Mikilvægt er að halda kvittunum til haga þegar tollurinn vill skoða í töskurnar hjá þér. Ef þú verslar fyrir meira en 88.000 krónur borgar þú toll af umfram vörunum. Það borgar sig ekki að vera að smygla neitt heldur fara bara beint í rauða hliðið og framvísa kvittun fyrir því sem þú þarft að greiða umframgjald af. Sjá nánar hér.

Hamingjusöm á Hillstone

Hamingjusöm á Hillstone

Síðast en ekki síst … Langar mig að benda ykkur á einn uppáhaldsstaðinn minn í Bandaríkjunum. Hann heitir Hillstone og er meðal annars í Boston. Steikarsalatið þar er ein sú besta máltíð sem ég hef borðað og það stendur alltaf undir væntingum! Þið verðið að tékka á því.
Góða ferð!

Steikarsalatið...

Steikarsalatið…

Ljósmynd af Tobbu efst í grein eftir Heiðu Halls. Heimsækið endilega Heiða Halls Photography á Facebook.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283