Í dag sunnudaginn 18. október, verður fyrsti af fjölmörgum upplestrum úr bókum sem koma út fyrir næstu jól og að þessu sinni mætir sjálf Sigrún Eldjárn á svæðið og les úr nýjustu bók sinni, Leyniturn á Skuggaskeri. Sæmundur í sparifötunum er kominn í jólabúninginn og mun hann ilma af brunch-réttum, smákökum, pönnukökum og heitu kakói fyrir gesti og gangandi.
Eins og vanalega hefst dagskráin kl. 13.00. Sigrún gaf í fyrra út Draugagang á Skuggaskeri og er nýjasta bók hennar framhald af þeirri geysivinsælu bók. Gestgangandi gefst tækifæri á spjalla við höfund að upplestri loknum.
Kex Hostel er við Skúlagötu 28 og er aðgangur að Heimilislegum Sunnudögum ávallt enginn.