Margir kannast við að snúrur sem fylgja símanum, tölvunni, vasadiskóinu (hve margir vita ekki hvað það er –sem lesa þetta?), i-padinum og öðrum hlutum sem þurfa að tengjast rafmagni kannast örugglega við það þegar snúrurnar fara að skemmast á endunum eða eins og í mínu tilfelli, eiga gæludýr sem finnst ekkert skemmtilegra en að naga í sundur snúrur. Ég var orðin þreytt á því að þurfa vakta snúrurnar þegar ég var að hlaða símann eða tölvuna fyrir litla óargadýrinu mínu.
Þessi lausn er ódýr og ekki verra að hún fegrar snúrurnar og maður getur sett sinn stíl á þær. Einnig er auðveldara fyrir krakkana að týna ekki sínu hleðslusnúru eða heyrnatólunum.
Einfalt er að koma perlunum á snúrunar. Notið dúkahníf og skerið niður eina hliðina á perlunni. Opnið hana og setjið utan um snúruna. Endurtakið