Dísa Sigurðardóttir er ung skáldkona og safnar nú fyrir útgáfu á sinni fyrstu ljóðabók, Hvörf.
Söfnunin stendur yfir fram í byrjun nóvember og markmiðið er að safna fyrir prentkostnaði. Hún mun sjálf sjá um allt, semja ljóðin, ritstýra efninu, hanna kápu, sjá um umbrot og loks dreifa bókinni. Útgáfan strandar þó á prentuninni, þar sem hún er kostnaðarsöm og hægara sagt en gert fyrir manneskju á námslánum að leggja út fyrir slíku.
Á Karolina Fund getið þið valið áheit sem ykkur hentar, hvort sem þið eruð aflögufær um að styrkja með nokkrum hundraðköllum, viljið kaupa eintak ykkar fyrirfram eða jafnvel kaupa nokkur eintök í jólapakkana!
Dísa útskrifaðist með MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands síðasta sumar og ljóðabókin var hluti af lokaverkefninu hennar. Hún talar gjarnan um að Hvörf fjalli um ástina, í hinum ýmsu myndum. Það þýðir hins vegar ekki að um eingöngu ástarljóð sé að ræða.
Mörg ljóðin fjalla um að taka sjálfan sig í sátt, og jafnvel sorgina sem getur fylgt því að sjá hvergi ást í lífi sínu.
En það er eitthvað sem flestir geta og hafa tengt við einhvern tímann á ævinni.
Á Karolina fund má lesa nánar um verkefnið.
Hér er brot úr handritinu:
Aftursætið
við níutíu kílómetra á sekúndu
renna fjarlægar ljósdoppur saman
í gular rendur sem
lýsa upp sjávarmálið
það mótar fyrir
daufri skissu
af fjallstindi
í myrkrinu
og hjartað sekkur hálfan sentimetra
þegar hugurinn sér
sólgul tún
og beyglaða appelsínflösku