Hér er uppskrift að hjónabandssælu:
300 g smjörlíki
320 g sykur
340 g hveiti
340 g haframjöl
2 tsk matarsódi
1 egg
1 krukka rabarbarasulta
Þessi uppskrift passar í tvö form sem er bara fínt því þá er hægt að frysta aðra kökuna. Svo má bara hita hana upp í örbylgjunni þegar mann langar í köku.
Smjörlíki og sykur er þeytt saman þar til létt og ljóst. Næst fer hveitið út í og svo haframjölið, matarsódinn og eggið í lokin. Ég læt eldhúshjálpina ( Kitchen Aid hrærivélina) blanda öllu saman fyrir mig, en á meðan finn ég til bökunarformin og smyr þau. Deigið verður stór og þykk klessa sem ég skipti í tvö 24 cm bökunarform.
Það þarf að þrýsta deiginu í formið og upp á kantana, hnefastór partur af deiginu er settur til hliðar og þá er rabarbarasulta sett yfir deigið, hálf krukka í hvort form og síðast er deigið sem sett var til hliðar sett yfir sultuna (ég klíp bara litlar klessur og dreifi yfir sultuna. Kakan er svo bökuð við 175°c í 20-25 mínútur.