Fyrir löngu síðan ákváðu hænurnar að stofna Landshænubankann.
Þá var ákveðið að legði hæna inn 1 korn til geymslu mætti bankinn búa til á pappír 9 korn úr engu.
Með þessu móti gat bankinn lánað þessarri sömu hænu 10 korn með 1 korni í vexti á ári.
En þessi sama hæna fékk rentur af þessu 1 korni sem hún lagði inn sem nam einum hundraðasta úr korni.
Með öðrum orðum, ef hún lánaði Landshænubankann kornið í 100 ár fengi hún annað korn að launum.
Eftir árið þá átti bankinn þetta 1 korn sem hún hafði lánað bankanum, en hafði étið hin 10 sem hún fékk að láni.
Svo hún þurfti þá að greiða bankanum 1 korn á ári.
Landshænubankinn gekk vel í nokkur ár, en svo atvikaðist að engin korn voru eftir í bankanum.
Kom þá ljós að bankahænurnar voru spikfeitar og vissu ekkert um kornið.
Var þá gripið til þess ráðs að gera allar hænurnar í hænsalandi ábyrgar fyrir bankanum og kalla hann Samhænubankann.
-Björgvin Hólm