„Í 25. grein stjórnarskrár Íslenska Lýðveldisins segir eftirfarandi: „25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.“
Við undirrituð skorum á herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta hins íslenska lýðveldis, að hann leggi fram lagafrumvarp fyrir alþingi til samþykktar eða synjunar að lífeyrisþegar, aldraðir og öryrkjar, fái tafarlaust afturvirka hækkun á bótum almannatrygginga eins og kveður á í 69. grein laga um almannatryggingar:
„69. gr. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“
Við þetta ákvæði skýrra laga hefur ekki verið staðið. Við undirrituð förum fram á að Forseti Íslands hlutist til um þetta í þeirri von að hann viti mætavel eins og aðrir að fólk kemst ekki af með 170 til 190 þúsund króna, útborguðum á mánuði, og að hann hefur vald til að knýja á um að lög landsins séu virt í þessum efnum.
Við vonum að forseti Íslands sé forseti allra Íslendinga og að hans vilji sé sá að réttlætis sé gætt og lögum framfylgt.“
Undir áskoruninna hafa skrifað tæplega 2000 manns og þú getur gert það hér.