Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Súpurnar hennar Rósu Guðbjartsdóttur

$
0
0

Matgæðingurinn Rósa Guðbjartsdóttir hefur um árabil hefur skrifað um mat og matargerð. Nýjasta bók hennar, Súpur, er mikil búbót en Rósa er fræg fyrir súpugerð sína og þá sérstaklega sjávarréttasúpurnar. Uppskriftirnar eru einfaldar, hagkvæmar og hentugar og því sérlega heppilegar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldamennsku. Súpurnar í bókinni eru allar heilsusamlegar og er hvorki hvítur sykur né hvítt hveiti notað í uppskriftirnar.

Rosa_Supubok_COVER_NEW

Súpa full af sjávarfangi er ávísun á góða og gleðiríka máltíð. Fennika gefur æðislegan keim en mildan og chilí gefur sterkt bragð á móti.

IMG_6187_2

1 msk. ólífuolía eða smjör

1 laukur, sneiddur

2–3 hvítlauksrif, sneidd

1 lítil fennika, sneidd

1 dós niðursoðnir tómatar

1 tsk. chilíduft

1 tsk. cayenne-pipar

1 lítri fiskisoð

400 g fiskur í litlum bitum eða sjávarréttir að eigin vali

salt og pipar

*Meðlæti og skraut*

nýbakað brauð

fersk steinselja, ef vill

1. Mýkið lauk, hvítlauk og fenniku í ólífuolíu eða smjöri í potti við
miðlungshita.

2. Bætið niðursoðnum tómötum saman við, óþarfi að sigta safann frá.

3. Kryddið með chilídufti og cayenne-pipar og látið allt malla saman í
nokkrar mínútur.

4. Hellið þá fiskisoðinu saman við og látið suðuna koma upp.

5. Takið síðan pottinn af hitanum.

6. Maukið þá súpuna með töfrasprota eða í nokkrum skömmtum í blandara.
Best er að láta mesta hitann rjúka úr súpunni áður en það er gert.

7. Hitið síðan súpuna upp aftur og setjið sjávarfangið saman við og
látið það rétt hitna í gegn. Saltið og piprið að smekk.

8. Berið fram með góðu brauði og ferskri steinselju.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283