Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Jólapeysukeppnin – takið þátt!

$
0
0

Jólapeysukeppnin fer fram á áheitasíðunni jolapeysan.is. Til að taka þátt í keppninni, skráir fólk sig inn og setur mynd af sér í jólapeysunni sinni. Dómnefnd velur síðan bestu peysurnar í fimm flokkum; ljótustu, fallegustu, frumlegustu, vinsælustu og bestu endurvinnslujólapeysunni. Úrslit verða tilkynnt laugardaginn 19. desember.

Screen Shot 2015-12-16 at 19.04.17

Í ár söfnum við fyrir sýrlenskum flóttabörnum og fjölskyldum þeirra í móttöku- og dvalarlöndunum við Sýrland. Nú þegar veturinn er brostinn á er þörf fyrir aðstoð mikil og Barnaheill – Save the Children útvega flóttamönnunum ýmsar lífsnauðsynjar, svo sem mat, hlý föt og skjól.

Screen Shot 2015-12-16 at 19.03.56

Saga Garðarsdóttir er andlit jólapeysunnar í ár, en hún situr í dómnefnd ásamt Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra sem var sigurvegari einstaklings-áheitasöfnunarinnar í fyrra, Hrafni Jökulssyni, rithöfundi og viðurkenningahafa Barnaheilla 2015, Herdísi Ágústu Linnet, formanni ungmennaráðs Barnaheilla og Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna.

Söfnunin stendur yfir til áramóta.

Screen Shot 2015-12-16 at 19.03.37


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283