Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Börnin okkar – samtök gegn óréttmætum umgengnishindrunum

$
0
0

Í gær 22. desember 2015 var haldinn upphafsfundur félagsins: Börnin okkar – samtök gegn óréttmætum umgengnishindrunum.

936607_1647801222154854_2577614525311798373_n

Tilgangur félagsins er að standa fyrir tímabundnu átaksverkefni þar sem áhersla er lögð á fræðslu um afleiðingar óréttmætra umgengnishindrana (umgengnistálmana) með það að markmiði að að koma á vitundarvakningu í samfélaginu.

Það er trú þeirra sem að félaginu standa að upplýst samfélagsumræða muni hafa forvarnargildi þegar til framtíðar er litið. Samfara þeirri vinnu munu samtökin vinna að skynsamlegum réttarbótum með það að markmiði að stemma stigu við óréttmætum umgengnishindrunum.

Skipta má átaksverkefninu í tvo megin hluta sem báðir eiga það sammerkt að hafa forvarnargildi; annars vegar almenna fræðslu um afleiðingar óréttmætra umgengnishindrana og hins vegar að vinna að skynsamlegum réttarbótum.

Félagið sendi í dag frá sér myndband sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar:


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283