Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Nokkrar vinsælustu greinar Kvennablaðsins árið 2015

$
0
0

Kvennablaðið átti farsælt lestrarár árið 2015 og fagnaði 2ja ára afmæli. Heimsóknir og innlit jukust jafnt og þétt allt árið. Kvennablaðið vill þakka lesendum og auglýsendum traustið og óskar þeim öllum gleðilegs nýs árs með innilegu þakklæti fyrir atlætið á árinu sem er að líða.

Hér er að finna vinsælustu greinar Kvennablaðsins árið 2015. Fyrst ber að nefna grein Atla Þórs Fanndal, Rétt um 300 þúsund þar segir meðal annars:

800px-iceland_satellite-688x451

„Bara 300 þúsund“ er væntingastjórnunartækni. Við erum víst svo fámenn að við verðum að sætta okkur við að hér sé allt vonlaust. Að reglur heimsins gildi ekki hér á landi. Umræða um vanhæfni er lúxus hinna fjölmennu þjóða. Frændsemi er íslenska – en spilling og aðstöðubrask útlenska. Mannsæmandi laun sem eru í samræmi við framfærslukostnað er eitthvað sem önnur Norðurlönd geta boðið þegnum sínum en ekki við. Við erum nefnilega svo fá. Stöðugleikinn er svo brothættur.

_DSC4992x

Fast á hæla þessarar greinar fylgdi grein Tobbu Marinósdóttur, Ekki votta samúð þína í Kringlunni.

Tobba skrifar:

„Því miður kemur þessi staða upp reglulega, að einhver vina eða kunningja minna missir einhvern sér nákominn. Þá byrja ég að velta fyrir mér hvort það sé viðeigandi að mæta. Á ég kannski bara að senda skeyti? Eða blóm?“

map-scandinavia-688x451

Jack Daníels sló í gegn með grein sinni, Örorkubætur frá Íslandi og lífið í útlöndum:

„Þeir sem eiga kost á því að flytja utan og hafa úr einhverju smáræði að spila ættu að íhuga þann kost vandlega því strögglið og barningurinn hérna veldur því bara að fólk er lagst í gífurlegt þunglyndi og sjálfsmorðshugsanir og það gerist af því fólk hefur ekki efni á að gera nokkurn skapaðan hlut sér til afþreyingar og dægrastyttingar. Það er engum hollt að hanga heima yfir tölvunni eða sjónvarpinu sólarhringum saman og hafa ekki efni á mat eða nauðsynjum lungann úr mánuðinum.“

screen-shot-2015-12-10-at-00-23-56-688x451

Myndband sem sýndi lögregluna flytja albanska fjölskyldu sem vísað hafði verið úr landi um hánótt vakti mikla athygli og reiði í samfélaginu. Það má sjá hér.

 

10660255_10205654077684220_3891169145039410043_n2-688x451

Getur lakkrís verið lífshættulegur, grein Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur, vakti marga til umhugsunar.

„Ég hélt svo sannarlega ekki og átti í ljúfu sambandi við lakkrís í mörg, mörg ár. En svo komst ég að því að lakkrísinn, einn og óstuddur, var hægt og bítandi að stytta líf mitt og ræna mig lífsgæðum. Hver hefði trúað því?“

10612851_10152598799083903_7895160004781890390_n

Umræða um kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum var kraftmikil á árinu sem er að líða. Hundruð kvenna stigu fram og sögðu sögu sína og það varð til þess að Edda Ýr Garðarsdóttir vildi freista þess að myndgera vandann. Stutt viðtal við hana fékk mikinn lestur og varð mörgum konum hvatning til að taka þátt og sýna með táknrænum hætti stöðu sína opinberlega með prófílmynd á Facebook.

Bjarni_Benediktsson-2

Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fékk mikinn lestur:

„Taktu eftir elsku Bjarni, að í öllum þessum upptalningum minnist ég hvergi á að gera eitthvað skemmtilegt fyrir sjálfa mig eða strákinn minn en reyndar er ég svo heppin að fá frítt í sund fyrir mig og það kostar bara lítið fyrir strákinn, svo það er svona u.þ.b. það sem við leyfum okkur. Væru börnin þín til í að skipta við barnið mitt???“

11850859_10206021129559157_1947074797_n-688x451

Guðrún Lárusdóttir sagði farir sínar ekki sléttar en hún var ein af aðstaðdendum Extreme Chill festival. Hún skrifaði um ofbeldi lögreglunnar þar.

„Ég er að reyna að borða í fyrsta skipti í þrjá daga … eða kannski fimm … ég hef ekki haft mikla lyst. Mér líður illa, mér er óglatt og illt í höfðinu, ég fæ grátköst og titra og langar helst til að sofa. Mér líður svipað og mér leið fyrir tíu árum þegar ég var í sambandi við ofbeldismann í stuttan tíma.“

nadia-688x451

Nadia Tamimi flutti ræðu um stöðu múslima á Íslandi sem birtist í Kvennablaðinu.

„Ég heiti Nadia Tamimi. Móðir mín er kristin og faðir minn múslimi. Ég er þriggja barna móðir og í sambúð. Ég er Íslendingur og Palestínumaður og ofsalega stolt af uppruna mínum.Í uppeldi mínu var mér kennt að bera virðingu fyrir öllum trúarbrögðum þó ég hafi nú ekki nema grunnþekkingu á kristni og íslam. Ég fékk ekki strangt trúarlegt uppeldi, engar öfgar voru á mínu heimili og sem barn og unglingur þá var þetta einfalt fyrir mér – Jesús var spámaður kristinna og Múhameð spámaður múslima.“

_DSC4944x

Ritstjórnargrein Steinunnar Ólínu Mín drusluganga var mikið lesin og sýndist sitt hverjum.

„Hefndarklám er foreldra- og uppeldisvandamál sem þarf að tækla heima fyrir. Börn og unglingar eiga rétt á því að njóta leiðsagnar fullorðinna um að bera virðingu fyrir líkama sínum. Að fá að vita það að með því að senda myndir af sér berum um internetið getur það haft afleiðingar sem þau hafa enga stjórn á. Þetta hefur ekkert með það að gera að stelpur eigi að vera þægar og prúðar heldur eingöngu að þær stofni sér ekki í hættu að ástæðulausu. Þetta hefur ekkert með kúgun eða hlutgervingu kvenna að gera. Börn ættu ekki að leggja sig í hættu að ástæðulausu, og það þarf að kenna þeim.“

thorabjorg-688x451

Þóra Jóhannsdóttir skrifaði grein um sjúkdóminn Endómetríósu sem fékk verðskuldaða athygli.

„Ég á heilu dagana þar sem ég er með verki í kviðnum, þar sem ég er svo örmagna að mig langar til að sofa alla daga, þar sem ég er svo skapstygg að mig langar til að öskra yfir allan heiminn.
Ég er með verki í u.þ.b. 20 daga af mánuðinum en líkaminn verður ansi þreyttur og örmagna, svolítið eins og maður hafi verið á tvöfaldri þjóðhátíð á bullandi djammi. Svo má ekki gleyma þegar maginn er svo útþaninn að maður kemst ekki í fötin sín.“

20141007_165504_bob_grunge-688x451

Prjónauppskrift frá Guðrúnu Hannele sló rækilega í gegn en uppskriftin var lesin ríflega 60.000 sinnum. Finnsku lestarsokkarnir var uppskrift ársins 2015.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283