Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ljósmyndasýning Einars Óla

$
0
0

Nú stendur yfir ljósmyndasýning Einars Ólasonar í Art 67 að Laugavegi 67.
Einar er kunnur fyrir hæfileika á sviði portrett ljósmyndunar en í seinni tíð sækir hann yrkisefni sín æ meira til íslenskrar náttúru í sinni fjölbreyttustu mynd. Hann nær betur en flestir aðrir að fanga fegurðina þar sem hafa þarf fyrir því að ná rétta augnablikinu svo úr verður einstæð samsetning lita og forma.

Einar Ólason er fæddur í Keflavík árið 1957. Hann ólst upp á Húsavík og bjó þar til til rúmlega tvítugs. Einar hefur starfað nánast óslitið við ljósmyndun í meira en 30 ár. Hans aðalstarfi hefur verið blaðaljósmyndum, lengst af á DV. Hann vann einnig hjá öðrum dagblöðum og tímaritum auk ýmissa annarra starfa.

Einar hefur haldið fjölda samsýninga og unnið til nokkurra verðlauna á sínu sviði. Þá hefur hann haldið fyrirlestra um ljósmyndun í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar.
Einar hélt sína fyrstu einkasýningu „Eldur-Ís“ árið 2013 í Ráðhúsi Reykjavíkur og var afar vel tekið.
einar óla

 

Ljósmyndir eftir Einar Ólason.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283