Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Neyðarástand á Grikklandi – fyrirlestur í kvöld

$
0
0

Rauði krossinn á Íslandi veitti í gær 25 milljónum króna til að svara kalli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna neyðarástands á Grikklandi. Í nóvember á síðasta ári var hjálparstarfið enn fremur styrkt um 13 milljónir króna og er heildarupphæðin til hjálparstarfs á Grikklandi um 38 milljónir. Í þetta sinn er það ekki síst fyrir framlag utanríkisráðuneytisins sem gerir Rauða krossinum kleift að styðja hjálparstarfið sem veitir fjölda flóttafólks lífsnauðsynlega aðstoð.

Ástandið í Grikklandi hefur lengi verið mjög slæmt og fjárhagslegt bolmagn Rauða krossins í Grikklandi er mjög takmarkað vegna mikils álags. Árið 2010 ákváðu íslensk stjórnvöld að hætta að endursenda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að á þeim tæpa mánuði sem liðinn er af árinu 2016 hafi yfir 44.000 flóttamenn komist að ströndum Evrópu eftir hættuför yfir Miðjarðarhafið. Flestir þeirra koma að landi í Grikklandi.

Brýnustu verkefnin sem liggja fyrir starfsfólki og sjálfboðaliðum gríska Rauða krossins er dreifing vatns, matvæla og hreinlætispakka. Þá er flóttafólki veitt gunnheilbrigðisþjónusta og flóttafólk aðstoðað við að komast í samband við viðskila ættingja og ástvini.

Páll Biering, dósent í geðhjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, fór sem sendifulltrúi á vegum Rauða krossins til Grikklands í nóvember síðastliðnum. Hann starfaði í flóttamannabúðum norska Rauða krossins í Idomeni, smábæ við landamæri Makedóníu. Helstu verkefni hans voru að veita flóttafólki sem fer um búðirnar sálfélagslegan stuðning auk þess sem hann þjálfaði sjálfboðaliða gríska Rauða krossins í að veita sálfélagslegan stuðning.

Í kvöld, fimmtudaginn 28. janúar kl. 8:3– 9:30 mun Páll kynna aðkomu sína að hjálparstarfinu. Fyrirlesturinn er opinn öllum og verður haldinn í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283