Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sértrúðasöfnuður gegn Kára Stefánssyni

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú þegar lofað umtalsverðri hækkun framlags til heilbrigðismála. Í janúar árið 2015 undirrituðu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar viljayfirlýsingu um framtíðarskipan heilbrigðiskerfisins. Yfirlýsingin var liður í samkomulagi vegna kjaradeilu lækna.

Með yfirlýsingunni lofuðu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Illugi Gunnarsson starfandi fjármálaráðherra í fjarveru Bjarna Benediktssonar milljörðum á milljarða ofan til heilbrigðiskerfisins.

Við lestur yfirlýsingarinnar er ljóst að hér er um að ræða loforð  í formi stóraukins fjárframlags til heilbrigðismála. Þá er uppbygging nýs spítala sett aftur á dagskrá auk þess sem unnið verður að því að jafna álag, vaktafyrirkomulag og grunnlaun heilbrigðisstarfsmanna svo  sambærilegt verði við Norðurlöndin. Íslenskir læknar og hjúkrunarfólk vinna nú meira og á lengri vöktum en fólk í sambærilegum störfum frændþjóða okkar.

Image may be NSFW.
Clik here to view.
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrita sameiginlega yfirlýsingu þann 8.1 2015

Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrita sameiginlega yfirlýsingu þann 8.1 2015

Það tók flokksholla ekki langan tíma að stökkva á vagninn og ráðast á undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, þar sem krafist er aukins framlags ríkisins til heilbrigðsmála. Vissulega væru hugmyndir Kára fínar en hvar ætti að finna peningana? Þeir vaxa nú víst ekki á trjánum… Stærðfræðingur Sjálfstæðisflokksins var kallaður til. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bloggaði og skellti fram grafi frá 2006.

Image may be NSFW.
Clik here to view.
Súlurit Sigmundar frá 2006

Súlurit Sigmundar frá 2006

Tíu ára grafi semsagt … það átti að vera framlag til umræðunnar.  Sigmundur tók sig til að vanda og grét yfir gagnrýni, setti sig á háan hest og skrímslavæddi gagnrýnandann.

Þá ýjaði forsætisráðherra að því að aukin útgjöld til heilbrigðismála yrðu til þess að ýta undir nýtt hrun. „Varla vilja menn þó halda því fram að besta leiðin til að bæta heilbrigðisþjónustu sé efnahagshrun. Í stað þess að sveiflast eftir landsframleiðslu þurfa heilbrigðisútgjöld að vera næg og nógu vel fjármögnuð til að veita nauðsynlega þjónustu óháð efnahagssveiflum.“

Þetta er flatskjárkenningin á sterum! Í stað þess að flatskjárkaup almennings hafi keyrt landið í hrun þá voru það hjúkrunarkonur og læknar! Helvítis græðgi í þessum fjandans almenningi!

Hvað um það … ekkert af þessu skiptir máli. Spurningin sem nú þarf að spyrja er hvers vegna lofuðu þrír ráðherrar að: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda.“

Stóð aldrei til að standa við þetta loforð? Hvers vegna er forsætisráðherra að atast í og reyna að grafa undan undirskriftasöfnun sem hefur það eitt að markmiði að minna ráðherrann á eigin loforð?

Heildarútgjöld Íslendinga til heilbrigðismála eru í kringum níu prósent af landsframleiðslu. Það er lægsta hlutfall allra Norðurlanda. Innan landa Efnahags- og framfarastofnunarinnar er almenna reglan sú að meðal þróaðra ríkja hefur hlutfall þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála hækkað jafnt og þétt. Á Íslandi hefur þróunin verið þveröfug og raunar hefur hlutfallið lækkað.

Árið 2009 voru útgjöld Íslendinga 9,6% af þjóðarframleiðslu en fjórum árum síðar, árið 2012, var það hlutfall komið niður í 9,1%.  Ísland er um leið strábýlt og fámennt land. Það er því fyllilega eðlilegt ef ætlunin er að tryggja „sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd“ að gert sér ráð fyrir hlutfallslega hærra framlagi. Sérstaklega þegar haft er í huga að þetta á allt að gerast að „teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti.“

Vandinn er sá að það stóð aldrei til að standa við neitt af þessu. Þótt fullkomnlega málefnalegt sé að almenningur taki loforð þriggja ráðherra sem gilt og gott þá telur núverandi ríkisstjórn sig ekki bundna af eigin orðum. Þótt flokksfélagar ráðherranna þriggja séu nú uppfullir af visku um að peningar vaxi ekki á trjám virðist slíkt ekki hafa skipt máli þegar ráðherrarnir þeirra lofuðu upp í ermina á sér.

Nú spyrja þeir hins vegar hvar Kári ætli að finna peningana? þeir spyrja ekki Bjarna, Illuga, Kristján Þór eða Sigmund. Nei, Kára Stefánsson.

Þetta heitir hræsni og engir eru jafn góðir í henni og núverandi stjórnarflokkar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283