Aðalmálsmeðferð í máli þeirra Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar hófst í Héraðsdómi Suðurlands í gær, þann 28. janúar. Annþór og Börkur eru sakaðir um að hafa orðið Sigurði Hólm Sigurðssyni, að bana á fangelsinu Litla Hrauni þann 17. maí árið 2012. Tæplega þrjátíu vitni komu fyrir dóminn á fyrsta degi aðalmálsmeðferðar. Útlit er fyrir að málsmeðferð ljúki í dag, föstudag.
Kvennablaðið hefur fjallað ítarlega um mál þeirra Annþórs og Barkar frá því í maí á síðasta ári, en fram hefur komið að mannréttindi þeirra hafi ítrekað verið fótum troðin frá því að grunur vaknaði um aðild þeirra að andláti Sigurðar Hólm.
Umfjöllun heldur áfram neðar á síðunni
Sjá einnig:
- Hafði lögreglustjóri afskipti af framburði vitnis?
- Aðalmeðferð gegn Annþóri og Berki í október
- Er lögreglan staðráðin í að sanna morð á Annþór og Börk?
- Mannréttindi víkja fyrir skynjun lögreglu
- Réttarríkið fyrir alla
- Umboðsmaður athugar lögmæti vistunar Annþórs og Barkar á öryggisgangi
- Var Sigurður Hólm myrtur?
Umfjöllun heldur áfram neðar á síðunni
Annþór og Börkur voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins þann 24. maí 2012. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var meðal annars byggður á upplýsingaskýrslu ónafngreinds lögreglumanns – vitni H samkvæmt málsgögnum – sem kvað Sigurð Hólm hafa sagt sér frá útistöðum sínum við Annþór og Börk um mánuði áður en hann lést. Umræddur lögreglumaður bar vitni fyrir dómi í gær og kom í ljós að ákæruvaldinu hafi láðst að afhenda verjendum Annþórs og Barkar afrit af upplýsingaskýrslu lögreglumannsins.
Fyrir dómi kom þó fram að misræmi virðist milli vitnisburðar lögreglumannsins fyrir dómi og þess sem fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þrátt fyrir að sá úrskurður eigi að byggja á upplýsingaskýrslunni.
Af rannsóknargögnum málsins að dæma eru engar beinar sannanir fyrir því að Annþór og Börkur hafi átt þátt í dauða Sigurðar Hólm. Ekki hefur tekist að sýna fram á að Sigurður hafi verið myrtur eða að hann hafi verið beittur ofbeldi af neinu tagi fyrir andlátið. Þá virtist ekkert í upphafi benda til þess að Annþór og Börkur hafi haft ástæðu til þess að vinna Sigurði mein utan áðurnefndar upplýsingaskýrslu frá ónafngreinda lögreglumanninum.
Í gæsluvarhaldsúrskurðinum gegn Annþóri kemur fram:
Í vitnisburði sínum fyrir dómi bar lögreglumaðurinn því við að Sigurður Hólm hafi ekki aðeins sagst hafa ógnað þeim Annþóri og Berki heldur hafi hann einnig sagst hafa stungið Annþór með nálinni. Lögreglumaðurinn tók fram að Sigurður hafi ekki fengist til þess að segja sér hvort nálin hafi verið “sýkt” í raun og veru.
Verjendur Annþórs og Barkar mótmæltu því að lögreglumaðurinn fengi að bera vitni á grundvelli þess að þeir hafi ekki haft aðgang að skýrslu lögreglumannsins í þau tæpu fjögur ár sem skýrslan hafi legið fyrir. Eins gátu verjendur ekki séð hvaða erindi vitnisburður lögreglunnar ætti fyrir dómstólinn þar sem samskipti lögreglumannsins við Sigurð Hólm, látinn mann, um hina ákærðu, væru sögusagnir sem ekki ættu heima í sönnunarbyrði þessa máls.
Annþór meintur brotaþoli líkamsárásar
Lögreglumaðurinn lýsti atburðarrásinni sem svo að hann hafi verið að keyra með Sigurð Hólm frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu að vettvangi innbrots sem Sigurður átti þátt í. Á ferð þeirra hafi lögreglumaðurinn spurt Sigurð hvort Annþór og Börkur hafi verið að kúga hann til innbrota. Samkvæmt vitninu játti Sigurður því en að hann hafi brugðist við með því að hóta þeim með sýktri sprautunál og með með því að stinga Annþór með nálinni. í kjölfarið hafi Annþór og Börkur hætt að reyna að kúga hann til innbrota. Vitnið hafði eftir Sigurði að Annþór hafi sífellt spurt sig hvort umrædd nál hafi raunverulega verið sýkt. Báðir ákærðu neituðu fyrir atvikið.
Annþór sagði söguna augljósan uppspuna enda hafi hann aldrei leitað sér heilbrigðisaðstoðar vegna málsins. Börkur sagði framburð vitnisins vera þvætting. Greina mátti að verjendur Annþórs og Barkar mátu vitnið ekki trúverðugt og gáfu sterklega í skyn að atvikið væri uppspuni frá rótum.
Verjandi Annþórs, Hólmgeir Elías Flosason, lýsti undrun sinni á því, að hafi vitnið hlýtt á Sigurð Hólm játa á sig alvarlega líkamsárás án þess að hafa aðhafst nokkuð í málinu.Lögreglumaðurinn tók spurningunni illa og svaraði því til að hann vissi ekki betur en svo að Annþór væri á lífi og þar með fullfær um að kæra líkamsárásina. Verjendurnir gáfu lítið fyrir svör vitnisins og spurðu lögreglumanninn ítrekað hvers vegna hann hafi ekki hafið frumkvæðisathugun í kjölfar atvikalýsingar, enda mætti á henni ráða að Sigurður hafi gerst sekur um alvarlega líkamsárás gegn Annþóri. Lögreglumaðurinn sagðist ekki hafa getað metið sannleiksgildi þessarar frásagnar Sigurðar og því ekkert aðhafst í málinu.
Eins þótti verjendum það skjóta skökku við að vitnið hafi ekki skrifað skýrslu um þessa meintu játningu Sigurðar fyrr en rúmum mánuði eftir atvikið og eftir andlát Sigurðar. Vitnið svaraði því til að honum hafi ekki þótt tilefni til þess að skrifa skýrslu um málið fyrr en hann frétti af láti Sigurðar. Vitnið taldi því upplýsingar þær sem hann bjó yfir ekki tilefni til aðgerða af sinni hálfu fyrr en þær mætti túlka Annþóri og Berki í óhag. Enda varð atvikalýsingin að mikilvægu málsgagni ákværuvaldsins þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir þeim Annþóri og Berki, daginn eftir að skýrslan var skrifuð.
Annþór og Börkur fengu réttarstöðu grunðra fyrir tæpum fjórum árum vegna gruns um aðkomu þeirra að andláti samfanga. Ákært var í málinu í lok mái 2013 en aðalmálsmeðferð fer nú fram.
Fyrirliggjandi sannanir gegn þeim byggja á á afar veikum grunni. Þrátt fyrir krufningu, yfirheyrslur, hljóðgreiningar og lífsýnasöfnun hefur lögreglu í raun ekki enn tekist að svara grundvallarspurningu málsins. Var Sigurður Hólm myrtur? Ekki er ákært fyrir manndráp heldur stórfellda líkamsárás sem á að hafa dregið Sigurð til dauða.