Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ég er korter í offitu!

$
0
0

Ég þoli ekki vigtina. Mamma sagði alltaf að það væri „þungt“ í mér. Að ég væri kröftug en ekki feit. Samkvæmt BMI (Body Mass Index) stuðli er ég rétt fyrir neðan offitumörk en klárlega í efri mörkum „ofþyngdarflokksins“. Ég er mjög feit samkvæmt þessum stuðli sem var notaður þegar ég var í grunnskóla og var send í vigtun hjá skólahjúkrunarfræðingnum. Ég var vissulega of þung sem barn en skömmin sem helltist yfir mig við að fá útreikninginn teiknaðan í rauðu á spjald sem ég átti að færa mömmu minni, fylgir mér enn. Þessi stuðull er enn víða notaður til að ákvarða ofþyngd.

Ég er langt frá því að vera þybbna litla stelpan sem ég var í grunnskóla en tölurnar eru enn rauðar og skömmin fylgir mér enn. Mér fyndist eðlilegra að fitumæla fólk enda getur mjög grannt fólk borðað óhollt og verið „feitt“ þótt það sé grannt svo ekki sé rætt um innvortis fitu.

Ég er með stuðulinn 28.Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er vannæring, kjörþyngd, ofþyngd og offita fyrir fullorðna skilgreind á eftirfarandi hátt:

Screen Shot 2016-01-30 at 11.05.02

Ég borða hollan mat og stunda líkamsrækt 3–4 sinnum í viku. Ég legg mikið kapp á að vera hraust og hreyfa mig. Ég elska að fara á skíði og í fjallgöngur. Hvannadalshnjúk hef ég klifið með öll mín offitukíló oftar en einu sinni. Ég tek líka reglulega þátt í hlaupum, hjólakeppnum og öðrum áskorunum.

20160121_111845-1

Ég nenni ekki að vera feit lengur og nýjasta áskorun mín er ekki hlaupin í kílómetrum heldur í andlegum styrk. Ég gef þessu gamla úrelda kerfi puttann og bið ykkur að hætta að gefa því gaum eða nota það en ég er enn ítrekað að rekast á þetta kerfi. Meðal annars á sjúkrahúsum við ýmsa útreikninga. Mín viðmið eru styrkur og þol. Heilbrigði og hamingja.

Þessi alþjóðlegi stuðull má fokka sér. Ég er ekki samboðin alþjóðlegum viðmiðum greinilega. Ég er sterk og hraust og er hætt að hata vigtina og kroppinn minn.

Ég á dóttur og vil vera góð fyrirmynd. Ef þú stundar reglubundna heilsurækt og borðar hollt og hæfilega ertu í góðum málum. Ég ætla ekki að létta mig um 12 kíló til þess að skríða undir kjörþyngdarrammann. Ég ætla að halda áfram að borða hollt og hreyfa mig. Vissulega mætti ég alveg borða minna og létta mig. En ég þarf þess ekki frekar en ég kæri mig um. Sterk er lýsingarorðið sem við ættum að sækjast eftir – ekki mjó.

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283