Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sjö ungar listakonur takast á við ástina

$
0
0

Á föstudaginn opnaði sýningin Ástarsameindir í SÍM salnum að Hafnarstræti 16.

Sýnendur eru Halla Birgisdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Una Björg Magnúsdóttir. Sýningarstjórar eru Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Steinunn Lilja Emilsdóttir.

Á sýningunni takast listakonurnar á við hið stóra viðfangsefni; ástina. Verkin eru af ýmsum toga og er m.a. fjallað um sýnileika ástarinnar, þráhyggju mannverunnar í leitinni að sálufélaga og ást annarra en elskenda.

Eftirfarandi er textabrot um sýninguna eftir Steinunni Lilju, annan sýningarstjóranna:

„Við upphaf alls, í sjálfum Miklahvelli, þeyttist efni út í alheiminn. Allt sem er til í dag er gert úr þessu efni. Varð ástin líka til á þessu augnabliki? Eða fæddist ástin þegar fyrsta lífræna fruman fór að finna fyrir einsemd og ákvað að skipta sér í aðra frumu?“

Sýningin er opin alla virka daga á milli kl. 10 og 16 og stendur til 19. febrúar. Aðgangur er ókeypis.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283