Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sögur af risaeðlum…

$
0
0

Þórunn Antonía skrifar:

Jæja ég ætla að segja eitt varðandi þetta tilbúna drama sem tröllreið fjölmiðlum landsins eins og einhver farsi um helgina.

Það sem mér hefur þótt alveg ótrúlegt undanfarna daga er hvað mörgum finnst það léttvægt að segja við konu „það er ekkert sell í því að hafa konu með barn á brjósti í sjónvarpi“ og krefjast þess í kjölfarið að kona yrði rekin vegna óléttu.

Svo grípur fólk á lofti þessa súkkulaðimolasögu sem ég hló að við blaðakonuna og sagði henni að vera ekkert að birta því að hún væri svo fáránleg að hún skipti engu máli.

Ég hata ekki þennan mann, mér er í raun alveg sama um hann og ber engan kala til hans. Ég fíla meira að segja nokkur af hans lögum. Ég hef nákvæmlega ekkert pláss fyrir reiði í mínu hjarta.

Það sem ég ræddi um í viðtalinu var einfaldlega mín reynsla sem ég hef fullan rétt á því að ræða, þetta var ömurleg hegðun samstarfsmanns í minn garð, með ítrekuðum atvikum af hans slæmu „bröndurum“ sem ég sá engan húmor í og lagði mörk sem hann fór yfir.

Ég fór að hugsa að ef kona sem ynni í banka myndi segja sína sögu um að samstarfsmaður myndi t.d. kasta í hana gúrkubitum, kalla hana feita, of feita til að vinna í banka og krefjast þess að hún yrði rekin því að hún væri alltof feit til þess að vinna í bankanum.

Ef að kona sem ynni á leikskóla sem yrði vikið úr starfi fyrir að vera ólétt og samstarfskona myndi segja að það væri ekki gott að það væri hér kona með barni á brjósti í kringum börnin yrði það talið einelti?
Af hverju er þetta tekið eins og eitthvað grín af því að um er að ræða skemmtikrafta og annar þeirra er umræddur fyrir að lenda í deilum við fólk.

Ég hef heilsað honum eftir þetta allt saman, kommentað á facebook í léttu gríni og átt við hann kurteis samskipti af því að ég gerði mér snemma grein fyrir því að hann hreinlega vissi ekki betur og eins og margir er ekki búin að læra þá mikilvægu lífs lexíu að segja einfaldlega: Fyrirgefðu. Án háðs og réttlætinga.

Ég nafngreindi hann ekki, ætlaði mér aldrei að gera það en hann gerði það alveg sjálfur og valdi að taka þetta langt úr fyrir kassann með tweetum, kommentum facebook statusum, lítilsvirðingu og stríði.
Fyrir mér er þetta miklu stærra en ég, miklu stærra en hann.

Þetta snýst um samfélagslegt viðhorf til kvenna, óléttra, með börn á brjósti og almennt kvenna á öllum aldri á vinnumarkaði.

Að draga þetta í eitthvað kommentakerfadrama, slag sem fjölmiðlar taka og prenta sem eitthvað stríð er að mínu mati sorglegt því að það er alltaf verið að beina ljósinu að öllu öðru en augljóasta punktinum.

Árið er 2016 og ég vona innilega þegar að dóttir mín fer inná vinnumarkað að svona sögur verði jafn ótrúlegar og sögur af risaeðlum.

Hvernig samfélagið kom fram við konur.

Með bros á vör og von í hjarta.
Þórunn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283