Dove spurði íslenskar stúlkur á menntaskólaaldri hvernig sjálfsmynd þeirra væri og afraksturinn gefur að sjá í nýju myndbandi. Útkoman er sláandi því tvær af hverjum þremur stúlkum segja að áhyggjur af líkamsvexti og útliti hafi áhrif á sjálfstraust þeirra. Þessu verðum við sem samfélag að breyta og stuðla að aukinni vellíðan ungra stúlkna.
Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur er ein af leiðbeinendum á námskeiði sem stúlkum í framhaldsskóla hefur verið boðið upp á. Námskeiðið kallast Body Project og er styrkt af Dove á Íslandi. Námskeiði þessu er ætlað að hjálpa stelpum að öðlast jákvæðari líkamsmynd og líða betur með sjálfar sig. Stúlkurnar í myndbandinu ræða áhrifamátt námskeiðsins. Kvennablaðið ræddi við Sigrúnu fyrir skemmstu.
Í rúman áratug hefur Dove verið fremst í flokki þeirra fyrirtækja sem axla þessa samfélagslegu ábyrgð og stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna. Eitt þeirra verkefna er átakið #SönnFegurð sem er ætlað að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Fylgist endilega með á Facebooksíðu verkefnisins.