Söngvarinn ástsæli Páll Óskar Hjálmtýsson tekur undir áskorunina á Endurreisn.is og hvetur fólk til að skrifa undir.
Hann gerir að umtalsefni í myndbandi sínu hversu miklir fjármunir eru í gangi í þjóðfélaginu og að það sé skrýtið að lesa fréttir af gróða bankanna og lesa svo á síðum sömu blaðanna fréttir af hörmulegu ástandi á spítölum landsins.
Hann gerir sér vonir um að undirskriftirnar geti náð 100.000 og segir:
„Við getum vel náð þessu upp í 100.000 þúsund! Endurreisn.is. Skrifa undir – Koma svo!“
Þegar þetta er skrifað hafa nærri 70.000 manns skrifað undir þessa áskorun. Nú nærð þú þessu upp í 100.000.- á…
Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Friday, 12 February 2016