Í kvöld verður sýningin The Encounter eftir listamanninn Simon McBurney sýnd í beinni útsendingu frá Barbican leikhúsinu í London. Hér er hlekkurinn. Sýningin hefst klukkan 19:30.
Sýningin er byggð á bók Petru Popescu Amazon sem fjallar um Loren McIntyre ljósmyndara National Geographic sem villtist af leið við vinnu sína og fann sig síðan meðal frumbyggja í Javari dalnum í Brasilíu. Þessi kynni hans af fólkinu og lífinu í frumskóginum breyttu lífi ljósmyndarans og skynjun.
The Encounter – Live Stream in 3D soundThe Encounter Live Stream Tuesday 1 March 7:30pm.Experience the sold out show in 3D sound.A sensory experience like no other.
Posted by Complicite on Friday, 26 February 2016
Sýning Simons McBurney fylgir McIntyre inn í dýpstu regnskóga Amazon og nýtir hann tæknina til að skapa sjónarspil og ótrúlegan hljóðheim. Öllum er ráðlagt að hafa góð heyrnartól við hlustunina þar sem hljóðmynd sýningarinnar er víst stórbrotin.
Sýningin er samstarfsverkefni margra þar á meðal: Complicite leikhúsið í samstarfi við Edinborgar leiklistarhátíðina, Barbican leikhúsið í London, Onassis menningarhúsið í Aþenu, Schaubühne leikhúsið í Berlín og Vidy-Lausanne leikhúsið og Warwick Arts Centre.