Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Neytandinn er sam-framleiðandi – hann kýs með buddunni

$
0
0

Dominique Plédel Jónsson er formaður Slow Food á Íslandi og hefur unnið markvisst að því að kynna stefnu samtakanna sem eru eins hún segir frá að „maturinn okkar á að vera (bragð)góður, hreinn (ómengaður) og sanngirni skal ávallt vera í fyrirrúmi fyrir þann sem framleiðir og fyrir þann sem kaupir. Neytandinn er sam-framleiðandi, hann kýs með buddunni.“

Um helgina er Matarmarkaður Búrsins og við spjölluðum aðeins við Dominique af því tilefni:

1602179_10152683904456165_1541367740_o

Dominique Plédel Jónsson

„Matarmarkaðurinn er einkaframtak Eirnýjar og Hlédísar sem kenndar eru við Búrið, fyrirtækið hennar Eirnýjar. Það eina sem ég hef lagt til málanna var að hvetja þær frá fyrsta degi, því þessi beinu tengsl á milli smáframleiðenda og neytendanna vantaði gjörsamlega. Matarmarkaðurinn var það sem þurfti til að koma þessari nýsköpun á framfæri. Og það er augljóst í dag að það svaraði væntingum neytenda.“

 

Eirný og Hlédís

Eirný og Hlédís

 

Hvað ber hæst á matarmarkaði Búrsins nú um helgina?

„Nú verða 45 framleiðendur á staðnum sem munu selja sína framleiðslu. Skilyrði eru, eins og hefur alltaf verið, að framleiðandinn sjálfur standi hinum megin við borðið þannig að „framleiðslan hafi andlit“.

IMG_5269-SAðgangur að Matarmarkaðnum verður aftur ókeypis núna. Það var gerð tilraun til að taka gjald, einfaldlega vegna þess að kostnaður við að hafa markaðinn í Hörpu hefur verið að aukast í hvert skipti sem hann er haldinn. Svo átti að bjóða upp á örfyrirlestra og kynningar og þar af leiðandi leigja frekari aðstöðu í húsinu – það svaraði ekki kostnaðinum og greinilega voru þau sem komu á markaðinn ekki tilbúin í að taka þennan pakka líka.“

Nýr búvörusamningur liggur nú fyrir, hvernig kemur hann við litla sjálfstæða matvælaframleiðendur?

„Það er með öllu óljóst. Búvörusamningurinn er fyrst og fremst gerður fyrir magnframleiðslu, hann er ekki framsýnn í eðli sínu, framlengir kvótakerfi sem ekki er hægt að afnema með einu pennastriki: bændurnir hafa margir hverjir veðsett kvótaréttindin eða greiðslumörkin og geta ekki komist út úr þannig skuldastöðu með engum fyrirvara.

Stóru fjármagnsaðilar eins og KS vilja heldur ekki sleppa þeim fjármunum sem felast í „bankastarfseminni“ sem er fólgin í að lána gegn veði í kvóta – en það hefur minnst með landbúnaðarframleiðslu að gera.

Kerfið er svo flókið að það er ekki fyrir venjulegan mann að skilja, og þegar kemur að nýsköpun og að smáframleiðendum er ekki gert nákvæmlega ráð fyrir þeim nema lauslega. 700 milljónir á ári (sem koma til viðbótar við þann stuðning sem fyrir er) eiga að fara í þannig verkefni, styðja aðlögun við lífrænan landbúnað og styðja nýsköpun.

En engin áætlun er tilgreind þannig að það getur alveg eins verið einungis óskhyggja eða að þær fjárhæðir fari í allt annað. Það hefur sést áður. Búvörusamningurinn er innanbúðarfyrirbæri, sem hlustar lítið sem ekkert á markaðinn.“

Af hverju ættum við að versla beint við bónda?

„Það er dýrt að framleiða landbúnaðarvörur og kostnaðurinn við það kemur oftast nær ekki allur fram þegar maður verslar við verslunarkeðjur, sem pína verðið niður við innkaup og leggja svo ríflega á í verðinu til neytandans.

flottttttÞað heyrast háværari raddir í dag hér heima líka sem fara fram á að allur kostnaðurinn sé innifalinn í verðinu: umhverfiskostnaður, launakostnaður bænda og fleira sem kemur ekki fram í dag. Samfélagið borgar, til dæmis kostnað við vegagerð þegar verið er að flytja mjólk þvers og kruss um landið, í vinnslu eða aftur í hérað í sölu til neytenda.

Það hefur komið skýrt fram í skýrslu samkeppniseftirlitsins að álagning stórmarkaða á matvæli er í kringum 40% og ég veit dæmi um að þeir hafi hætt að kaupa af bændum sem þurftu að hækka framleiðslukostnað t.d. vegna lélegra veðurskilyrða það framleiðslusumar. Járn í járn, en bóndinn hafði val og gat selt sína framleiðslu beint, viðskiptavinurinn fór svo að heimta þessar vörur aftur í búðina og verslunin varð að gefa eftir – en það er einsdæmi.

Að kaupa beint frá bóndanum eða beint frá smáframleiðandanum þýðir að þeir fá einfaldlega aðgang að markaðnum fyrir sínar vörur. Þeir framleiða oftast í litlu magni, of litlu magni til að vera í hillum stórmarkaða um allt land eða jafnvel staðbundið. Það þýðir líka að neytendur borga rétta verðið fyrir afurðina, sem er oftar en ekki dýrari en það er hægt að treysta framleiðslugæðum því „afurðin hefur andlit“, sem sagt ef galli kemur í ljós er alltaf auðvelt að tala beint við þann sem sá um framleiðsluna.

IMG_5269-SSvo fer minnst í hendur dreifingaraðila – og síðast en ekki síst er afurðin mun ferskari og þar af leiðandi gæði betri (færri milliliðir). Landbúnaðarafurðir eru margt annað en bara verðmiði: að tryggja afkomu bænda og smáframleiðenda hefur menningargildi, þetta er stór þáttur í að halda líffræðilega fjölbreytileikanum við, bændur eiga að vera verðir um að landið haldist í byggð (hver á að framleiða matinn ef allir búa í borgum?).

Iðnaðarvæðing landbúnaðarins er engin lausn og víða er farið að snúa frá þeirri stefnu.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Trending Articles