Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Verk norsku tónskáldanna Gjeilo og Nystedt flutt af Kór langholtskirkju

$
0
0

Á morgun sunnudaginn 6. mars kl. 17 heldur Kór Langholtskirkju tónleika þar sem flutt verða verk eftir norsku tónskáldin Gjeilo og Nystedt.

Tónleikarnir sem voru á dagskrá í haust var aflýst á síðustu stundu í kjölfar veikinda Jóns Stefánssonar en nú á sunnudag mun Steinar Logi Helgason stýra kórnum í forföllum Jóns. Steinar Logi Helgason stundaði píanónám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og er útskrifaður með kirkjuorganistapróf úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Nú stundar hann nám í kirkjutónlist við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Björns Steinars Sólbergssonar.

KL f. Facebook

Eitt þekktasta tónskáld norðmanna, Knut Nystedt, lést á síðasta ári en hann hefði orðið 100 ára hinn 3. september í ár. Kórinn mun flytja nokkur af hans þekktustu kórverkum. Hann var mikið trúartónskáld og meðal verkanna á tónleikunum eru Sing and Rejoice og Peace I leave with you.

Ola Gjeilo er fæddur 1979 en hefur búið og starfað í New York frá 2001. Hann hefur vakið heimsathygli fyrir verk sín. Meðal verka á efnisskránni eru Ubi Caritas, Northern lights (Pulcra es) og Serenity (O Magnum Mysterium) en í því verki leikur Bryndís Halla Gylfadóttir með á selló.

Tveir ungir kórstjórartekið tímabundið við stjórn tveggja kóra Langholtskirkju í veikindaleyfi Jóns Stefánssonar. Sólveig Anna Aradóttir stýrir Gradualekór Langholtskirkju og Steinar Logi Helgason Kór Langholtskirkju til vors. Framundan eru nokkrir tónleikar sem verða auglýstir síðar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283