Við hvetjum ykkur til að fylgjast með greinum Öldu Lóu Leifsdóttur sem skrifar um frátækt á Íslandi í Fréttatímanum. Í nýjum Fréttatíma er viðtal við Signýju Björk Ólafsdóttur sem þekkir sára fátækt af eigin raun.
Hennar veruleiki er veruleiki þúsunda Íslendinga. Hvers vegna er fátækt svona falin á Íslandi? Allir þekkja einhvern sem baslar við að ná endum saman. Fátækt er ekkert til að skammast sín fyrir. Við eigum að ræða fátækt á Íslandi og krefjast úrlausna í málum fjölskyldna sem geta ekki náð endum saman og búið sér og börnum sínum ákjósanlegt líf.
Fátækt er ekkert einkamál – fátækt er samfélagslegt vandamál sem við verðum öll að axla ábyrgð á. Hér er stutt myndbrot úr viðtali Öldu Lóu við Signýju Björk sem Fréttatíminn deildi á Facebook en viðtalið í heild sinni er að finna í blaðinu sem barst í morgun á flest heimili en einnig má finna blaðið á vefnum hér. Ljósmynd efst í grein er skjáskot úr Fréttatímanum.
Í Fréttatímanum á morgun verður haldið áfram að fjalla um fátækt.
Posted by Fréttatíminn on Thursday, 10 March 2016