Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður framsóknarflokksins, er nú staddur í þingsal Alþingis. Ekkert hefur sést til forsætisráðherra í þinginu eftir að í ljós kom að þau hjónin eiga ríkra hagsmuni að gæta vegna kröfu í þrotabú bankanna. Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir hafa bæði neitað að ræða við fjölmiðla vegna málsins.
Nú hefur forsætisráðherra þó eins og áður segir mætt til vinnu og það til að mæla fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um menningarminjar.

Tímastimplað skjáskot af vef Alþingis til sönnunar þess að Sigmundur Davíð hafi í raun sést í þingsal.