Kæri Ólafur Ragnar.
Ég, ásamt fleiri landsmönnum vil vita hvernig þú ætlar að snúa þér í málefnum forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.
Þingið er vanhæft að margra mati. Það er í þínum verkahring að sjá til þess að það sé starfhæft og að spilling sé ekki viðhöfð. Ef þú metur það svo – að það sé ekki í lagi – má leysa þingið upp.
Ef hæstvirtur forsætisráðherra telur að í lagi sé að semja fyrir þjóðina öðrum megin en hefur aðra hagsmuni hinum megin þá hlýtur að vera eitthvað alvarlegt að. Alveg sama hvort þú sért heiðarlegur eða ekki, þá gengur dæmið ekki upp.
Ég tel að um mjög alvarlegt trúnaðarbrot hafi orðið milli landsmanna og Alþingis.
Ég hef beðið landa mína að senda bréf á forseti@forseti.is en vil nú ganga skrefinu lengra og stofna undirskriftarsöfnun til að sjá hversu margir landsmenn eru sammála mér.
Ætlar þú, Ólafur Ragnar, að taka ákvörðun? Ætlar þú, fyrir hönd landsmanna, að krefjast þess að fá að vita hvað er í gangi í þinginu?
Ég skora á þig.
Með vinsemd og virðingu,
Björgvin Hólm
Hér má skrifa undir ákall Björgvins til Ólafs Ragnars forseta Íslands.

Björgvin Hólm