Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir af ákærum um að hafa veitt Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka sem leiddu hann til dauða.
Sigurður Hólm lést á Litla-Hrauni 17 maí árið 2012. Þeir Annþór og Börkur voru handteknir í kjölfarið grunaðir um þátt í andláti hans.
Rannsókn lögreglu spannaði langan tíma. Við málsmeðferð kom fram að frá upphafi hafi rannsókn lögreglu miðað að því að sanna sekt þeirra tveggja en ekki komast að hinu sanna.
Á þriggja ára tímabili tókst lögreglu ekki að sanna að Sigurður Hólm hefði verið myrtur og enn síður að sanna að þeir Annþór og Börkur ættu þátt í máli. Sigurður Hólm var við slæma heilsu við komuna á Litla-Hraun og hlaut ekki þá læknisþjónustu sem hann átti rétt á.
Ríkissjóður var dæmdur til að greiða sakarkostnað í málinu. Fastlega má búast við að embætti ríkissaksóknari muni áfrýja málinu til Hæstaréttar. Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari sagði í samtali við verjundur – að viðstöddum blaðamönnum – við aðalmeðferð málsins í að málið færi alla leið upp í hæstarétt.
Sjá einnig:
- Látnir fá ekki mar – óvissan um andlát Sigurðar Hólm
- Ónafngreindi lögreglumaðurinn stígur fram
- Hafði lögreglustjóri afskipti af framburði vitnis?
- Aðalmeðferð gegn Annþóri og Berki í október
- Er lögreglan staðráðin í að sanna morð á Annþór og Börk?
- Mannréttindi víkja fyrir skynjun lögreglu
- Réttarríkið fyrir alla
- Umboðsmaður athugar lögmæti vistunar Annþórs og Barkar á öryggisgangi
- Var Sigurður Hólm myrtur?