„bonne nouvelle“
Forseti Frakklands François Hollande sagði í samtali við fjölmiðla í París í dag að auðmenn sem skotið hafa undan skatti verði rannsakaðir ofan í kjölinn og sóttir til saka og segir Panamalekann ‘góðar fréttir’ því það muni hjálpa franska ríkinu að endurheimta eigur frá fólki sem falið hefur eignir í skattaskjólum.
Franska ríkið endurheimti 12 milljarða evra inn í franska þjóðarbúið árið 2015 í baráttu sinni gegn skattaundanskotum.
Hollande þakkar uppljóstrurum
„Uppljóstrar hafa unnið mikilvægt starf í þágu alþjóðasamfélagsins; þeir tóku mikla áhættu og þá þarf að vernda“
Hvað varðar franska ríkisborgara, viðskiptavini fyrirtækisins Mossack Fonseca, sem íslensku ráðherrarnir Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal eiga einnig í viðskiptum við, sagði Frakklandsforseti:
„Allar nauðsynlegar rannsóknir verða gerðar og hugsanlega réttarhöld í kjölfarið.“
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur flýtt för sinni heim en hann er staddur erlendis. Ástæða þess að hann hefur ákveðið að flýta för sinni liggur ekki fyrir.
Heimild Franceinfo.