Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Frakklandsforseti segir Panamalekann góðar fréttir og þakkar uppljóstrurum

$
0
0

„bonne nouvelle“

Forseti Frakklands François Hollande sagði í samtali við fjölmiðla í París í dag að auðmenn sem skotið hafa undan skatti verði rannsakaðir ofan í kjölinn og sóttir til saka og segir Panamalekann ‘góðar fréttir’ því það muni hjálpa franska ríkinu að endurheimta eigur frá fólki sem falið hefur eignir í skattaskjólum.

Franska ríkið endurheimti 12 milljarða evra inn í franska þjóðarbúið árið 2015 í baráttu sinni gegn skattaundanskotum.

Hollande þakkar uppljóstrurum

„Uppljóstrar hafa unnið mikilvægt starf í þágu alþjóðasamfélagsins; þeir tóku mikla áhættu og þá þarf að vernda“

Hvað varðar franska ríkisborgara, viðskiptavini fyrirtækisins Mossack Fonseca, sem íslensku ráðherrarnir Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal eiga einnig í viðskiptum við, sagði Frakklandsforseti:

„Allar nauðsynlegar rannsóknir verða gerðar og hugsanlega réttarhöld í kjölfarið.“

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur flýtt för sinni heim en hann er staddur erlendis. Ástæða þess að hann hefur ákveðið að flýta för sinni liggur ekki fyrir.

Heimild Franceinfo.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283