Ólafur Ragnar Grímsson hleypti blaðamönnum inn á Bessastaði að loknum fundi hans með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra sem hvarf á braut af Bessastöðum með hraði nú í hádeginu og vildi ekkert gefa fjölda fréttamanna sem voru á staðnum upplýsingar um efni fundarins.
Ólafur sagði síðan eftirfarandi við blaðamenn:
- Forsætisráðherra óskaði eftir heimild forseta til að rjúfa þing.
- Forsætisráðherra gat ekki fullvissað Ólaf um stuðning samstarfsflokksins.
- Ólafur Ragnar er ekki tilbúinn til að gefa forsætisráðherra umboð til að rjúfa þing og undirrita bréf um þingrof.
- Ólafur ætlar að ræða við Bjarna Benediktsson, svo þingforseta og svo leiðtoga annara flokka.
- Nauðsynlegt að komast að niðurstöðu sem þjóðin getur verið sátt við.