Árni Páll Árnason formaður samfylkingarinnar og Eygló Harðardóttir ráðherra hafa gert opinber gögn um tekjur sínar, eignir og skuldir. Með þessu vilja þau hvetja aðra þing-og ráðamenn til þess að gera slíkt hið sama.
Árni Páll birti þessa færslu rétt í þessu:
„Við Sigrún Björg Eyjólfsdóttir höfum ákveðið að birta upplýsingar um tekjur okkar, eignir og skuldir. Vonandi verður það öðrum hvatning til að gera hreint fyrir sínum dyrum.“
Eygló birti upplýsingar um fjárhagslega stöðu sína þann 7. apríl sl.:
„Hér má finna upplýsingar er varða mín störf og hagsmuni sem ráðherra og stjórnmálamaður, meðal annars um mín fjármál.“