Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ef Ólafur gefur kost á sér aftur er lýðræðinu ógnað

$
0
0

Uppfært 16:30: Ólafur hefur gefið kost á sér aftur.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum klukkan 16:15 í dag. Tilefni fundarins liggur ekki fyrir þótt ýmsir gefi sér að Ólafur muni gefa kost á sér til endurkjörs í embættið sem hann nú ræður yfir. Aðrir þykjast vissir um að Ólafur ætli að rjúfa þing og þar með hlusta á vilja þeirra sem vilja kosningar strax.

Stjórnarskrárfélagið ályktar um fundarboð forseta og sendi frá sér þessa yfirlýsingu á Facebook rétt í þessu:

„Ef að núverandi forseti mun bjóða sig fram á nýjan leik, er ljóst að okkar þjóð er vandi á höndum. Alvarleikinn snýr að því að þá er það ljóst að bæði getur sitjandi forseti og sitjandi ríkistjórn setið við völd, án þess að aðrir komist að.

Völdin eru þannig kominn úr höndum á fólkinu í landinu, og lýðræðinu er ógnað. Það sem vantar eru skýrar línur um stjórnarfarið og valddreifingu og skýrar línur um hvernig lýðurinn fær tækfæri til að koma að ákvörðunum sem varðar þjóðina sjálfa og þar með talið valdið til að ríkja, stjórna og þiggja laun frá ríkinu.

Þetta sýnir enn og sannar mikilvægi þess og öskrandi ástæðu fyrir því að við fáum nýja stjórnarskrá hið fyrsta, sem tekur af öll tvímæli hvað þetta varðar.

Núna verðum við öll að leggjast á eitt og láta þennan póst ganga og skora á sem flesta að gera slíkt hið sama, og „líka“ við FB síðu Stjórnarskrárfélagsins, og saman verðum við að gera þá skýru kröfu að við viljum fá nýja stjórnarskrá, byggða á tillögum stjórnlagaráðs.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283