Twitter hamast við spádóma um hvað Ólafur Ragnar hafi í hyggju á blaðamannafundinum sem boðað hefur verið til klukkan 16:15 á Bessastöðum. Þar sem enginn veit hvað Ólafur hyggst fyrir eru ágiskanir og geðhræringar Twitterlands ágætis dægrastytting á meðan beðið er…
Ólafur Ragnar boðar til blaðamannafundar. Ég minni á sumarútsölu á ríkisborgararéttinum á Möltu. #fourmoreyears #ÓRG #kingólafur
— Sema Erla (@semaerla) April 18, 2016
Andri Snær núna. #Forseti pic.twitter.com/mRjjPkr1JE
— SakhoKiller (@PeturF) April 18, 2016
Listi yfir lengst sitjandi lýðræðislega kjörna þjóðhöfðingja. Flottur félagsskapur! #ÓRG pic.twitter.com/klKdRnW2Ih
— Inga Auðbjörg (@ingaausa) April 18, 2016
Það sem allir eru að hugsa… #ÓlafurRagnar #blaðamannafundur #forseti pic.twitter.com/7wBcG1zK9B
— Lára Garðarsdóttir (@Lara_gardars) April 18, 2016
Svo spenntur fyrir þessum blaðamannafundi að ég ætla í mótmælasvelti þar til fundarefni hefur verið birt. Síðan beint á #texasborgara #ÓRG
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) April 18, 2016
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi. Ég er Negus Negusi. Búlúlala. #ÓRG #forseti #PresidentForLife
— Svala Jonsdottir (@svalaj) April 18, 2016
Kæri ÓRG! Er að klára BA ritgerð um forsetaembættið. Þætti vænt um ef þú myndir bara spjalla um norðurslóðir eða e-ð á þessum fundi #forseti
— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) April 18, 2016
"Komið bara með lyklana og blásið þessar kosningar af. Ég verð #4moreyears" #Forseti16 #ÓlafurRagnar #Æviráðinn pic.twitter.com/r5fHQjlOkz
— Maggi Peran (@maggiperan) April 18, 2016
1.Áfram #Forseti Ísl. næstu 2 ár
2.Gefur kost á sér sem framkv.stj. Sþ
3.Frásögn af fundi m. #Kimye
4.Átti eftir allt reikning á Tortola— Margrét Gísladóttir (@margretgis) April 18, 2016