Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ólafur gefur kost á sér enn eina ferðina

$
0
0

Blaðamannafundur forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar hófst kl. 16.15 á Bessastöðum í dag. Efni fundarins var ekki vitað fyrirfram og var því fundarins og orða Ólafs Ragnars beðið með nokkurri eftirvæntingu. Á fundinum greindi Ólafur frá því að hann gefur kost á sér áfram í embætti forseta Íslands.

Fjöldi manns hefur að sögn skorað á hann að sitja áfram og höfðað til reynslu hans, skyldu og ábyrgðar og á grundvelli þess þrýstings og ókyrrðar í samfélaginu vill Ólafur Ragnar ekki skorast undan þeirri ábyrgð.

Ólafur sló á létta strengi og sagði að enginn hörgull væri á frambjóðendum til embættis forseta Íslands og ef það yrði niðurstaða kosninga að annar yrði valinn til verksins myndi hann fagna frelsinu – annars gegna embættinu áfram af auðmýkt.

Aðspurður um orðspor Íslands og hvort viðtalið fræga við fyrrum forsætisráðherra hjá Reykjavík media hefði skaðað orðspor landsins sagði Ólafur það vart við hæfi að tala um það sérstaklega. Umfjöllun undanfarinna daga í erlendum fjölmiðlum væri vitnisburður um orðspor landsins sem mikilvægt væri að vernda.

Aðspurður um það hvenær hann hefði tekið ákvörðun um að bjóða sig fram sagði Ólafur að ákvörðunin hefði verið í „hægri fæðingu undanfarna þrjá til fjóra sólarhringa.“

Hlýða má á ávarp Ólafs frá útsendingu RÚV hér að neðan:

Myndskreyting Kristján Frímann Kristjánsson


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283