Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

„Skattaskjól eru birtingarmynd glæpsamlegrar hegðunar hinna ríku“

$
0
0

Á morgun sunnudaginn 24. apríl 2016 verður haldin ráðstefna á Grand Hótel, Reykjavík. Ber hún yfirskriftina:

Hverjum á að selja bankana, hvernig breytum við fjármálakerfinu á Íslandi og hvernig á að hindra straum peninga í skattaskjól?

13063143_10154105742699890_2637631392421887778_o

Samfylkingin hefur í tilefni af þeim stóru hneykslismálum sem komið hafa upp á yfirborðið á Íslandi, um skattaundanskot og falda bankareikninga ríkra Íslendinga, fengið tvo af helstu sérfræðingum Evrópu á þessu sviði hingað til lands til að veita ráðgjöf um hvernig megi bregðast við þessari stöðu.

• John Kay – „Fjármálamarkaðir sem þjóna almenningi en ekki öfugt“

John Kay er einn þekktasti hagfræðingur Breta. Hann er prófessor við London School of Economics og fastur dálkahöfundur stórblaðsins The Financial Times. Hann hefur skrifað margar bækur um þróun fjármálakerfinsins og sú nýjasta, sem nefnist „Other peoples money“ hefur vakið mikla athygli. Í henni teiknar hann upp hvernig fjármálakerfið myndi líta út ef hlutverk þess væri að þjóna atvinnulífinu og samfélaginu í stað þess að þjóna einkahagsmunum toppanna í bönkunum.

Viðskiptaráðherra Bretlands skipaði Kay árið 2011 formann nefndar sem átti að endurskoða breska fjármálakerfið. John Kay hefur áður komið til Íslands og hefur sterkar skoðanir á því hvernig við byggðum upp fjármálakerfið fyrir hrun.

• Sergei Stanishev – „Skattaskjól eru birtingarmynd glæpsamlegrar hegðunar hinna ríku“

Sergei Stanishev er leiðtogi evrópskra jafnaðarmanna (PES) og fyrrverandi forsætisráðherra Búlgaríu. Hann leiddi miklar umbætur í landinu sem urðu til þess að Búlgaría var tekin inn í Evrópusambandið. Sem leiðtogi PES hefur hann barist fyrir auknu gagnsæi í skattamálum og jafnframt gegn skattsvikum og skattaskjólum. Hann hefur gagnrýnt harðlega þá sem geyma fé á aflandseyjum og hrósaði opinberlega Samtökum rannsóknarblaðamanna (ICIJ) í kjölfar umfjöllunar um Panamaskjölin.

Fundurinn, sem er öllum opinn, verður á eins og áður segir á Grand Hótel sunnudaginn 24. apríl nk. og hefst kl.11:00 í salnum Hvammi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283