Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ólafur Ragnar safnar undirskriftum á hárgreiðslustofum

$
0
0

Það vekur furðu að Ólafur Ragnar Grímsson virðist ekki vera búinn að tryggja sér meðmælendur til forsetakjörs því undirskriftarlistar hafa sést á ýmsum stöðum svosem á elliheimilum og hárgreiðslustofum.

Í lögum um framboð til forsetakosninga segir:

„Framboðum til forsetakjörs skal skila til innanríkisráðuneytisins, ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag, fyrir miðnætti föstudaginn 20. maí 2016. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000…“

Líklegt er að Ólafi takist að safna nægum meðmælendum, enda margir þeirrar skoðunar, líkt og hann sjálfur  – að engum sé treystandi til starfans nema honum sjálfum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283