Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Erna hættir sem formaður framkvæmdaráðs Pírata

$
0
0

Erna Ýr Öldudóttir hefur sagt sig frá starfi sínu sem formaður framkvæmdaráðs Pírata. Erna birti eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook nú í kvöld:

Fimmtudagur, 28. apríl 2016. Afhent á formlegum fundi framkvæmdaráðs Pírata

Vegna þess að nafn mitt eða félaga í minni eigu hefur hvergi komið fram í hinum svokölluðu “Panamaskjölum”, hef ég ákveðið að segja mig frá trúnaðarstörfum fyrir Pírata og þar með formennsku í framkvæmdaráði flokksins.

Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.

Aðrar mikilvægar ástæður eru málefnalegur ágreiningur og sú staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og t.d. tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan.

Því miður kemur fyrirséð annríki nú í veg fyrir að ég geti sinnt hlutverki mínu áfram af þeim krafti og þeirri alúð sem þarf til að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir, m.a. vegna þess að framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn.

Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka fyrir að mestu gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt trúnaðarstörfum í sjálfboðavinnu fyrir flokkinn.

Erna Ýr Öldudóttir

Hér er viðtal við Ernu Ýri sem bar yfirskriftina,„Ísland er pólitískt hæli“– sem birtist í afmælisriti Kvennablaðsins sl. haust.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283